Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 14:29 Lilja og Oddný voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“ Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“
Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21