„Skammist ykkar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 07:55 Vísir/AFP Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni. Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. Gonzalez hélt ræðu á fjöldafundi í Fort Lauderdale í Flórída í gær. „Ef forsetinn vill koma til mín og segja það við mig að það hafi verið hræðilegur harmleikur og að þetta hafi aldrei átt að gerast og jafnframt segja okkur að ekkert verði gert, þá mun ég glöð spyrja hann hversu mikið fé hann fékk frá Skotvopnasamtökum Bandaríkjanna,“ sagði Gonzalez. „Stjórnmálamenn sem sitja í gylltu þingsæti sem fjármagnað er af Skotvopnasamtökunum og segja okkur að ekkert hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta, ég kalla það kjaftæði.“ „Þeir segja að harðari skotvopna löggjöf muni ekki fækka skotárásum. Kjaftæði. þeir segja að góður maður með byssu stöðvi vondann mann með byssu. Kjaftæði. Þeir segja að yssur séu einungis verkfæri eins og hnífar og séu jafn hættulegar og bílar. Kjaftæði. Nei, þeir segja að engin lög hafi getað komið í veg fyrir hundruð tilgangslausra harmleikja sem hafa orðið. Kjaftæði.“ Gonzalez sagði að ef allt sem stjórnmálamenn hefðu væru bænir og fallegar hugsanir þá væri tími til kominn að fórnarlömb árása yrðu rödd breytinga. Hún lýsti því yfir að árásin á miðvikudag yrði síðasta skotárásin. Hún gagnrýndi orðræðu um geðræn vandamál Cruz og sagði að horfast þyrfti í augu við að hann hefði ekki getað sært svo marga með hníf. „Til allra stjórnmálamanna sem þiggja fjárframlög frá Skotvopnasamtökunum, skammist ykkar.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsótti Flórída á föstudag og heilsaði upp á nemendur skólans og viðbragðsaðila. Þá sagði hann einnig á Twitter síðu sinni að FBI hefði eytt of miklu púðri í rannsókn á afskiptum Rússa á forsetakosningunum 2016 og því misst af ábendingum um vafasama hegðun Cruz. Gonzalez svaraði Trump beint, sagði að yfirvöld hefðu ítrekað verið vöruð við Cruz og að það hefði ekki komið nemendum sem þekktu til hans á óvart að heyra að hann hefði borið ábyrgð á árásinni.
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
Átjánda árásin í skólum í Bandaríkjunum frá áramótum Sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í menntaskólum í Bandaríkjunum en sautján manns létust í árásinni og tugir manna særðust. 15. febrúar 2018 19:35