Breytni eftir Kristi Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
De Imitatione Christi er ágæt bók sem kennir manni að haga sér. Aðferðin er sú að maður eigi að reyna að haga sér sem Kristur. Það er mikið verk. Höfundur bókar er Thomas A. Kempis en því nafni svipar til nafns argentínska fótboltamannsins Mario Kempes – mér er ókunnugt um skyldleika. Ég hef stundum (ætlaði að skrifa „Ég hef alltaf“ sem er bláköld lygi, svo ég hætti við það) reynt að breyta sem Kristur. Það gerir manni gott. Einu sinni sem oftar kom ég sjálfum mér á sjúkrahús. Vaknaði þar upp og vissi sem var; sjúkdóm og lækningu. Batnaði þó ekki til frambúðar. Þarna lá ég í bælinu og drakk Gatorade við ævilöngum þorsta. Leit ég þá í næsta rúm og sá þar sovétlærðan leiklistarmeistara. Hann drakk og Gatorade við svipuðum þorsta. Okkur varð strax vel til vina enda andans menn og báðir gáfaðri en hinn. En eitt var þarna helvíti. Þeir bönnuðu honum að reykja, meistaranum, en límdu á hann plástra. Hann vildi samt reykja. Þetta var straff sem tók ekki nokkurn nótís af þjáningum manns sem vildi fá sitt tóbak þar til yfir lyki. Reyndar var hann ekki neitt að deyja – en hann setti það þannig upp. Og þá telur það. En það voru fleiri snurður á; þessi gúrú og frumkvöðull í íslenskri nútímaleiklist, átti ekkert tóbak. Ég djákninn, afréð að breyta líkt og Kristur, braut því þau boð sem ég var þarna seldur undir; þá reglu að mér væri óheimilt að yfirgefa sjúkrahúslóðina. Ég fór og keypti tvo pakka af Royal og gaf gamla leikstjóranum. Hann ljómaði. Ég slapp – því ég breytti rétt. Af þessu má læra að það borgar sig ekki að reykja Royal og – De Imitatione Christi er fínasta bók að fara eftir í nauðum. Og jafnvel oftar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar