Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2018 11:59 Sannleiksgildi frásagnar Sunnu Elvíru hefur verið dregin í efa og hefur það lagst illa í aðstandendur. „Nú bíðum við bara eftir að spænsk stjórnvöld stimpli pappírana, og gefi grænt ljós á að hún sé laus. Eftir því sem mér skilst eru íslensk stjórnvöld búin að óska eftir því,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, sérlegur talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttir sem nú liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga.Erfiður fréttaflutningurVísir, sem og aðrir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið. Jón Kristinn segir þetta biðina löngu eftir að Spánn vakni. „Á morgun hittir lögmaður Sunnu dómarana og þá gæti dregið til tíðinda.“ Hann leynir því ekki að ýmislegt sem fram hefur komið í fréttum, þá þess efnis að Sunna fari frítt með, beinlínis að hún sé lygakvendi, hafa komið verulega illa við hann og fjölskylduna.Jón Kristinn segir að þó Sunna Elvíra væri höfuðpaur í stórfelldu fíkniefnasmygli, sem sé fráleitt, þá sé verið að þverbrjóta mannréttindi hennar.visir/gva„Þetta stuðar mig illa. Ég er búinn að fara þarna og sjá aðbúnaðinn. Hún hefur opnað fyrir fjölmiðla. Það er hæpið hjá DV að tala um lygakvendi. Hverju er hún að ljúga? Þeir eru búnir að fá pappíra, kvittanir fyrir flugvélinni og millifærslur frá Íslandsbanka. Hvar er lygakvendið? Menn eru að blanda saman tveimur óskyldum málum sem eru gjaldþrot SS húsa sem Sunna tengist ekkert og svo þessum fíkniefnaflutningi.“ Svo vill að Jón meina að á frétt Fréttablaðsins frá því í gær, þar sem haft er eftir heimildum að Sigurður hafi játað aðild sína að málinu, megi skilja að Sunna hafi „vitað allt um málið“ - eins og Jón kemst að orði.Hæpið að hún hafi vitað allt um máliðSigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru, hefur játað stórfelldan innflutning í yfirheyrslum hjá lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. En þó hann hafi sagt Sunnu tveimur dögum áður en hann fór til Íslands að hann væri partur af einhverju slíku máli sé af og frá, að mati Jóns Kristins, að það þýði að Sunna Elvíra hafi vitað allt um málið og sé á einhvern dularfullan hátt orðin innsti koppur í búri. „Vissi hún þá allt um málið? Það var búið að taka skýrslu af henni úti á Spáni, fyrir þremur vikum síðar. Lögreglan á Íslandi er margoft búin að lýsa því yfir að hún sé ekki aðili málsins. Lögreglan á Íslandi. Þetta er afar hæpið.“Þó hún væri höfuðpaur í stórfelldu fíkniefnasmygli...Jón Kristinn segir aðalmálið í þessu það að hún hafi nú legið þarna í vanbúnu sjúkrahúsi úti á Spáni með tilheyrandi líkamlegum og sálarlegum kvölum. Og mannréttindi hennar þverbrotin.Á morgun fer lögmaður Sunnu á fund spænskra dómara og eru bundnar vonir við að hún fái þá lausn sinna mála.unnur birgisdóttir„Hún er ekki að fá umönnun við hæfi á spænska sjúkrahúsinu. Allir sammála um það. Ekki hefur verið hægt að flytja hana á sjúkrahús þar sem fólk hefur þekkingu til að bera sem gæti orðið til að hún fái einhverja von um að hún geti gengið aftur. Þetta er grundvallaratriði. Þó hún hefði verið höfuðpaurinn í þessu öllu saman þá á hún þessi réttindi. Og það eru engar kærur á hendur henni fyrirliggjandi.“Jón Kristinn kynntist Sigurði fyrir lönguSögusagnir hafa verið uppi þess efnis að þeir Sigurður og Jón Kristinn hafi kynnst í meðferð en það er ekki svo. „Ég fór í meðferð 25. janúar í fyrra og síðar í Staðarfell. Siggi er búinn að vera edrú í tíu ár. Ég kynntist honum fyrir löngu síðan, við hellulagnir.“Hann hefur svo fallið? „Já, svo fellur hann í kjölfar þessara erfiðleika. Hann virðist hafa leitað á þau mið sem hann þekkir best.“Framlög hætt að berast í söfnuninaSöfnun var ýtt úr vör vegna óásættanlegrar stöðu Sunnu Elvíru. Jón Kristinn segir að hann hafi ekki verið sá sem stóð að henni heldur fjölskylda Sunnu og hún sjálf. „Það eru löngu hætt að berast inn framlög. Það söfnuðust yfir sex milljónir. Búið að borga flugið, lögfræðinginn og svo er peningur til fyrir hugsanlegum flutningi inn á betra sjúkrahús eða heim. Það er það sem hún óskar auðvitað helst. Fara í endurhæfingu.“ Jón Kristinn segir tvísýnt hvort Sunna nái að ganga á ný. Hún var kominn með sjúkraþjálfara, menntaðan Svía á því sviði, sem kom til hennar einu sinni á dag og hafði það mjög góð áhrif, andleg sem líkamleg á Sunnu, en hann var rekinn af sjúkrahúsinu.Fréttin var uppfærð klukkan 12:46. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Heyrði fyrst af væntanlegri heimferð í fjölmiðlum Lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur hefur hvorki heyrt frá íslenskum né spænskum yfirvöldum um það hvort farbanni yfir Sunnu verði aflétt. Sjálf heyrði Sunna af málinu í fjölmiðlum. 17. febrúar 2018 14:39 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Nú bíðum við bara eftir að spænsk stjórnvöld stimpli pappírana, og gefi grænt ljós á að hún sé laus. Eftir því sem mér skilst eru íslensk stjórnvöld búin að óska eftir því,“ segir Jón Kristinn Snæhólm, sérlegur talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttir sem nú liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga.Erfiður fréttaflutningurVísir, sem og aðrir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið. Jón Kristinn segir þetta biðina löngu eftir að Spánn vakni. „Á morgun hittir lögmaður Sunnu dómarana og þá gæti dregið til tíðinda.“ Hann leynir því ekki að ýmislegt sem fram hefur komið í fréttum, þá þess efnis að Sunna fari frítt með, beinlínis að hún sé lygakvendi, hafa komið verulega illa við hann og fjölskylduna.Jón Kristinn segir að þó Sunna Elvíra væri höfuðpaur í stórfelldu fíkniefnasmygli, sem sé fráleitt, þá sé verið að þverbrjóta mannréttindi hennar.visir/gva„Þetta stuðar mig illa. Ég er búinn að fara þarna og sjá aðbúnaðinn. Hún hefur opnað fyrir fjölmiðla. Það er hæpið hjá DV að tala um lygakvendi. Hverju er hún að ljúga? Þeir eru búnir að fá pappíra, kvittanir fyrir flugvélinni og millifærslur frá Íslandsbanka. Hvar er lygakvendið? Menn eru að blanda saman tveimur óskyldum málum sem eru gjaldþrot SS húsa sem Sunna tengist ekkert og svo þessum fíkniefnaflutningi.“ Svo vill að Jón meina að á frétt Fréttablaðsins frá því í gær, þar sem haft er eftir heimildum að Sigurður hafi játað aðild sína að málinu, megi skilja að Sunna hafi „vitað allt um málið“ - eins og Jón kemst að orði.Hæpið að hún hafi vitað allt um máliðSigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elvíru, hefur játað stórfelldan innflutning í yfirheyrslum hjá lögreglu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. En þó hann hafi sagt Sunnu tveimur dögum áður en hann fór til Íslands að hann væri partur af einhverju slíku máli sé af og frá, að mati Jóns Kristins, að það þýði að Sunna Elvíra hafi vitað allt um málið og sé á einhvern dularfullan hátt orðin innsti koppur í búri. „Vissi hún þá allt um málið? Það var búið að taka skýrslu af henni úti á Spáni, fyrir þremur vikum síðar. Lögreglan á Íslandi er margoft búin að lýsa því yfir að hún sé ekki aðili málsins. Lögreglan á Íslandi. Þetta er afar hæpið.“Þó hún væri höfuðpaur í stórfelldu fíkniefnasmygli...Jón Kristinn segir aðalmálið í þessu það að hún hafi nú legið þarna í vanbúnu sjúkrahúsi úti á Spáni með tilheyrandi líkamlegum og sálarlegum kvölum. Og mannréttindi hennar þverbrotin.Á morgun fer lögmaður Sunnu á fund spænskra dómara og eru bundnar vonir við að hún fái þá lausn sinna mála.unnur birgisdóttir„Hún er ekki að fá umönnun við hæfi á spænska sjúkrahúsinu. Allir sammála um það. Ekki hefur verið hægt að flytja hana á sjúkrahús þar sem fólk hefur þekkingu til að bera sem gæti orðið til að hún fái einhverja von um að hún geti gengið aftur. Þetta er grundvallaratriði. Þó hún hefði verið höfuðpaurinn í þessu öllu saman þá á hún þessi réttindi. Og það eru engar kærur á hendur henni fyrirliggjandi.“Jón Kristinn kynntist Sigurði fyrir lönguSögusagnir hafa verið uppi þess efnis að þeir Sigurður og Jón Kristinn hafi kynnst í meðferð en það er ekki svo. „Ég fór í meðferð 25. janúar í fyrra og síðar í Staðarfell. Siggi er búinn að vera edrú í tíu ár. Ég kynntist honum fyrir löngu síðan, við hellulagnir.“Hann hefur svo fallið? „Já, svo fellur hann í kjölfar þessara erfiðleika. Hann virðist hafa leitað á þau mið sem hann þekkir best.“Framlög hætt að berast í söfnuninaSöfnun var ýtt úr vör vegna óásættanlegrar stöðu Sunnu Elvíru. Jón Kristinn segir að hann hafi ekki verið sá sem stóð að henni heldur fjölskylda Sunnu og hún sjálf. „Það eru löngu hætt að berast inn framlög. Það söfnuðust yfir sex milljónir. Búið að borga flugið, lögfræðinginn og svo er peningur til fyrir hugsanlegum flutningi inn á betra sjúkrahús eða heim. Það er það sem hún óskar auðvitað helst. Fara í endurhæfingu.“ Jón Kristinn segir tvísýnt hvort Sunna nái að ganga á ný. Hún var kominn með sjúkraþjálfara, menntaðan Svía á því sviði, sem kom til hennar einu sinni á dag og hafði það mjög góð áhrif, andleg sem líkamleg á Sunnu, en hann var rekinn af sjúkrahúsinu.Fréttin var uppfærð klukkan 12:46.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Heyrði fyrst af væntanlegri heimferð í fjölmiðlum Lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur hefur hvorki heyrt frá íslenskum né spænskum yfirvöldum um það hvort farbanni yfir Sunnu verði aflétt. Sjálf heyrði Sunna af málinu í fjölmiðlum. 17. febrúar 2018 14:39 Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Heyrði fyrst af væntanlegri heimferð í fjölmiðlum Lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur hefur hvorki heyrt frá íslenskum né spænskum yfirvöldum um það hvort farbanni yfir Sunnu verði aflétt. Sjálf heyrði Sunna af málinu í fjölmiðlum. 17. febrúar 2018 14:39
Eiginmaður Sunnu Elvíru fékk uppreist æru: Kveikti í húsi undir áhrifum áfengis og fíkniefna Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Málaga, fékk uppreist æru árið 2013. 18. febrúar 2018 21:00