Lífið

„Þæginda­rödd í hausnum á mér sem gólaði að ég ætti að segja nei“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sölvi ætti að taka sig vel út.
Sölvi ætti að taka sig vel út. vísir/stefán
Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars. Um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. Hann ræddi þátttöku sína í Brennslunni á FM 957 í morgun.

„Ég kann ekkert að dansa. Maður fattar ekki hvað þetta er erfitt fyrr en maður er kominn út í þetta og byrjaður að æfa. Þetta er svo mikil tækni og mikil heilaæfing líka,“  segir Sölvi sem byrjaði að æfa um helgina.

„Þetta er rosalega gaman. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur en þegar ég fékk símtalið var ákveðin þægindarödd í hausnum á mér sem gólaði að ég ætti að segja nei.“

Dansfélagi Sölva er Ástrós Traustadóttir og segist hann hafa verið mjög heppinn með hana.

Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sölva.


Tengdar fréttir

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

„Of galin hugmynd til að segja nei“

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×