Föngum á Litla-Hrauni skipt upp vegna hótana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins. Vísir/Eyþór Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50