Innlent

Sunna var ekki flutt á hátæknisjúkrahús

Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa
Ekkert varð af því að Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, sem liggur hryggbrotin á sjúkrahúsi í Málaga á Spáni, kæmist á hátæknisjúkrahús í morgun, þar sem hún fengi viðeigandi meðferð. Spænsk lögregluyfirvöld hafa ekki enn svarað því af hverju hún er í farbanni.

Allt var til reiðu í morgun fyrir flutninginn,þegar bakslagið kom, en hvaða skýringar eru á því? 

Jón Kristinn Snæhólm, sem er ytra að fylgjast með framvindunni, segir þau hafa fengið þær skýringar að því miður væri spítalinn full setinn. 

„Og gæti ekki tekið við henni, því miður,“ segir Jón Kristinn. 

Lá þetta ekki fyrir í gær? 

„Nei, lá ekki fyrir í gær,“ segir Jón og tekur fram að þau séu búin undir að fara strax. 

„Það er sjúkrabíll tilbúinn á þessu sjúkrahúsi til að fara með hana,“ segir Jón Kristinn. 

Hann tekur það skýrt fram að utanríkisráðuneytið sé á fullu að vinna að hagsmunum Sunnu og finna annan spítala sem getur tekið við henni og meðhöndla meiðsl hennar. Lögreglan á Málaga hefur haldið eftir vegabréfi Sunnu á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Jón Kristinn segir þau engar skýringar fá frá lögreglunni á þessu farbanni sem hún er í rauninni í. 

Nýr lögfræðingur er kominn í málið sem er að vinna í því að fá útskýringar á ákvörðun lögreglunnar að halda eftir vegabréfi hennar og segist Jón vonast eftir að svör fáist í dag. 


Tengdar fréttir

Sunna flutt á betra sjúkrahús

Utanríkisráðuneytið hefur verið Sunnu og fjölskyldu innan handar frá því slysið varð þann 17. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×