Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Fjárfestar horfa hýru auga til lands í Dalasýslu vegna áforma um vindorkuver. Vísir/Jóhann K. Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45