Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. Gunnar var búinn að samþykkja að berjast við Englendinginn Darren Till en bardagi þeirra átti að vera aðalbardagi kvöldsins. Till var aftur á móti ekki klár og bar því við að hann væri veikur. Gunnar er ekki alveg að kaupa það. „Ég held að þeir hafi aldrei viljað þennan bardaga. Ég fékk það á tilfinninguna eftir að við vorum búnir að tala saman á Twitter. Það varð lítið úr því eftir á er kom að því að skrifa undir. Þá gerðist ekki neitt og þá gerði maður sér grein fyrir því að þeir voru ekkert að leita að þessum bardaga,“ segir Gunnar nokkuð svekktur enda hefði þetta verið bardagi gegn manni sem er ofar en hann á styrkleikalista UFC. Það eru mennirnir sem hann vill berjast við svo hann komist sjálfur ofar á listanum. Það hefur gengið illa hjá Gunnari að fá þá bardaga sem hann hefur viljað fá síðustu ár. Hann er því í kunnuglegri stöðu núna. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Fyrir síðustu tvo bardaga átti ég að fá gaur fyrir ofan mig en það varð ekkert úr því. Menn eru tregir til þess að berjast. Ég skil það alveg stundum og menn hafa sínar ástæður í einhverjum tilfellum. Það þýðir ekkert að pirra sig á þessu en það væri fínt ef þetta væri eins og á HM þar sem menn væru settir i riðla og fengu ekki um neitt valið. Það væri helvíti fínt.“ Það eru nánast engar líkur á því að Gunnar fái bardaga í mars gegn einhverjum af þeim sem hann vill berjast við. Hann gæti því neyðst til þess að sleppa bardagakvöldinu. „Ég er að vonast til að fá einhvern í topp fimmtán. Ef ég er ekki að fá neinn þar þá kannski doka ég aðeins og held áfram að æfa. Það væri skynsamlegri leið en við sjáum til. MMA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. Gunnar var búinn að samþykkja að berjast við Englendinginn Darren Till en bardagi þeirra átti að vera aðalbardagi kvöldsins. Till var aftur á móti ekki klár og bar því við að hann væri veikur. Gunnar er ekki alveg að kaupa það. „Ég held að þeir hafi aldrei viljað þennan bardaga. Ég fékk það á tilfinninguna eftir að við vorum búnir að tala saman á Twitter. Það varð lítið úr því eftir á er kom að því að skrifa undir. Þá gerðist ekki neitt og þá gerði maður sér grein fyrir því að þeir voru ekkert að leita að þessum bardaga,“ segir Gunnar nokkuð svekktur enda hefði þetta verið bardagi gegn manni sem er ofar en hann á styrkleikalista UFC. Það eru mennirnir sem hann vill berjast við svo hann komist sjálfur ofar á listanum. Það hefur gengið illa hjá Gunnari að fá þá bardaga sem hann hefur viljað fá síðustu ár. Hann er því í kunnuglegri stöðu núna. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Fyrir síðustu tvo bardaga átti ég að fá gaur fyrir ofan mig en það varð ekkert úr því. Menn eru tregir til þess að berjast. Ég skil það alveg stundum og menn hafa sínar ástæður í einhverjum tilfellum. Það þýðir ekkert að pirra sig á þessu en það væri fínt ef þetta væri eins og á HM þar sem menn væru settir i riðla og fengu ekki um neitt valið. Það væri helvíti fínt.“ Það eru nánast engar líkur á því að Gunnar fái bardaga í mars gegn einhverjum af þeim sem hann vill berjast við. Hann gæti því neyðst til þess að sleppa bardagakvöldinu. „Ég er að vonast til að fá einhvern í topp fimmtán. Ef ég er ekki að fá neinn þar þá kannski doka ég aðeins og held áfram að æfa. Það væri skynsamlegri leið en við sjáum til.
MMA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira