Meiri snjókoma fylgir næsta stormi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:50 Von er á næsta stormi strax á sunnudag og honum fylgir meiri snjókoma en þeim sem gengið hefur yfir landið síðan í gærkvöldi. VÍSIR/ERNIR Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan í gærkvöldi byrjar að ganga niður upp úr klukkan 10 á höfuðborgarsvæðinu en strax upp úr klukkan 8 á Reykjanesi að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á Norðurlandi vestra verður búið að lægja um og upp úr hádegi og á Norðurlandi eystra gengur veðrið niður í kvöld. Enn er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og gul viðvörun í gildi að öðru leyti fyrir landið allt. Sjá einnig:Vegir lokaðir víða um land og strætóferðir falla niður Það er síðan von á næsta stormi strax næsta sunnudag. Segir Daníel að þá verði mjög suðlæg átt og hvað hvassast á svipuðum slóðum og verið hefur í þessu óveðri. Það sem sé hins vegar ólíkt með stormunum tveimur er að meiri snjókoma fylgir þeim sem kemur á sunnudag. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Daníel að það hafi verið víða um vestanvert landið en á norðanverðu Snæfellsnesi var vindurinn hvað sterkastur. Þannig hafi meðalvindhraði á Laxárdalsheiði verið um 35 metrar á sekúndu. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands voru mestu vindhviðurnar í nótt á Skarðsheiði, 64 metrar á sekúndu, 53 metrar á sekúndu við Hafnarfjall og 52 metrar á sekúndu við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 metrar á sekúndu frá klukkan 21 í gærkvöldi til klukkan 3 í nótt.Hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofunnar:Dagurinn byrjar á suðaustan stormi eða roki um landið V-vert. Á milli kl 9 og 11 dregur hratt úr vindinum S- og V-lands þegar snýst í suðvestan 8-15 m/s, en í Húnavatnssýslunum gengur veðrið niður um hádegi.Með morgninum er enn að hvessa um landið A-vert og verður stormur þar fram yfir hádegi, en síðdegis ætti mesti veðurofsinn að vera liðinn hjá.Í fyrstu er rigning á láglendi, en með suðvestanáttinni fer kólnandi og er útlit fyrir slydduél og síðan él um landið S- og V-vert, en úrkomulítið NA-lands.Á morgun spáir suðvestanátt og éljum V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Á sunnudag gengur síðan í sunnan storm eða rok og gera spár ráð fyrir talsverðri rigningu S- og V-til.Mesti meðalvindhraði í nótt hefur verið:43 m/s í Kerlingarfjöllum, 36 m/s við Kolku og Skálafell, og 35 m/s á Laxárdalsheiði.Mestu vindhviðurnar voru:64 m/s á Skarðsheiði, 53 m/s við Hafnarfjall og 52 m/s við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 m/s frá kl. 21 í gærkvöldi til kl. 3 í nótt.Eins og segir er veðrið ekki liðið hjá og því ekki útilokað að hærri tölur mælist í dag.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Suðaustan 18-25 m/s V-til og gengur einnig í sunnan hvassviðri eða storm A-lands með morgninum. Slydda eða rigning á láglendi, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig.Snýst í allhvassa suðvestlæga átt með slydduéljum um V-vert landið laust fyrir hádegi, en áfram sunnan hvassviðri eða stormur A-til fram eftir degi og rigning SA-lands. Kólnar í veðri.Suðvestan 8-15 m/s og él í kvöld og á morgun, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig inn til landsins en hiti um og yfir frostmarki víða við ströndina.Á sunnudag:Gengur í sunnan 20-25 m/s og víða mikil rigning, einkum á V-verðu landinu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast nyrst. Suðvestanhvassviðri V-lands um kvöldið með slyddu og kólnar aftur.Á mánudag:Suðvestan 10-18 m/s og éljahryðjur á V-verðu landinu, en heldur hægari A-til og léttskýjað. Harðnandi frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og stöku él V-lands í fyrstu, annars víða bjart. Vaxandi suðlæg átt um kvöldið. Áfram talsvert frost, allt að 15 stig í innsveitum NA-til.Á miðvikudag:Hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar þegar líður á daginn.Á fimmtudag:Áframhaldandi suðvestanátt með éljum um landið V-vert, en bjart eystra og kólnar enn frekar í veðri. Veður Tengdar fréttir Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Óveðrið sem geisað hefur víða um land síðan í gærkvöldi byrjar að ganga niður upp úr klukkan 10 á höfuðborgarsvæðinu en strax upp úr klukkan 8 á Reykjanesi að sögn Daníels Þorlákssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á Norðurlandi vestra verður búið að lægja um og upp úr hádegi og á Norðurlandi eystra gengur veðrið niður í kvöld. Enn er appelsínugul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og gul viðvörun í gildi að öðru leyti fyrir landið allt. Sjá einnig:Vegir lokaðir víða um land og strætóferðir falla niður Það er síðan von á næsta stormi strax næsta sunnudag. Segir Daníel að þá verði mjög suðlæg átt og hvað hvassast á svipuðum slóðum og verið hefur í þessu óveðri. Það sem sé hins vegar ólíkt með stormunum tveimur er að meiri snjókoma fylgir þeim sem kemur á sunnudag. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Daníel að það hafi verið víða um vestanvert landið en á norðanverðu Snæfellsnesi var vindurinn hvað sterkastur. Þannig hafi meðalvindhraði á Laxárdalsheiði verið um 35 metrar á sekúndu. Að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands voru mestu vindhviðurnar í nótt á Skarðsheiði, 64 metrar á sekúndu, 53 metrar á sekúndu við Hafnarfjall og 52 metrar á sekúndu við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 metrar á sekúndu frá klukkan 21 í gærkvöldi til klukkan 3 í nótt.Hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofunnar:Dagurinn byrjar á suðaustan stormi eða roki um landið V-vert. Á milli kl 9 og 11 dregur hratt úr vindinum S- og V-lands þegar snýst í suðvestan 8-15 m/s, en í Húnavatnssýslunum gengur veðrið niður um hádegi.Með morgninum er enn að hvessa um landið A-vert og verður stormur þar fram yfir hádegi, en síðdegis ætti mesti veðurofsinn að vera liðinn hjá.Í fyrstu er rigning á láglendi, en með suðvestanáttinni fer kólnandi og er útlit fyrir slydduél og síðan él um landið S- og V-vert, en úrkomulítið NA-lands.Á morgun spáir suðvestanátt og éljum V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Á sunnudag gengur síðan í sunnan storm eða rok og gera spár ráð fyrir talsverðri rigningu S- og V-til.Mesti meðalvindhraði í nótt hefur verið:43 m/s í Kerlingarfjöllum, 36 m/s við Kolku og Skálafell, og 35 m/s á Laxárdalsheiði.Mestu vindhviðurnar voru:64 m/s á Skarðsheiði, 53 m/s við Hafnarfjall og 52 m/s við Þyril. Hviður við Hafnarfjall voru um 50 m/s frá kl. 21 í gærkvöldi til kl. 3 í nótt.Eins og segir er veðrið ekki liðið hjá og því ekki útilokað að hærri tölur mælist í dag.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Suðaustan 18-25 m/s V-til og gengur einnig í sunnan hvassviðri eða storm A-lands með morgninum. Slydda eða rigning á láglendi, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 7 stig.Snýst í allhvassa suðvestlæga átt með slydduéljum um V-vert landið laust fyrir hádegi, en áfram sunnan hvassviðri eða stormur A-til fram eftir degi og rigning SA-lands. Kólnar í veðri.Suðvestan 8-15 m/s og él í kvöld og á morgun, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.Á laugardag:Suðvestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig inn til landsins en hiti um og yfir frostmarki víða við ströndina.Á sunnudag:Gengur í sunnan 20-25 m/s og víða mikil rigning, einkum á V-verðu landinu, en úrkomulítið NA-til. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast nyrst. Suðvestanhvassviðri V-lands um kvöldið með slyddu og kólnar aftur.Á mánudag:Suðvestan 10-18 m/s og éljahryðjur á V-verðu landinu, en heldur hægari A-til og léttskýjað. Harðnandi frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og stöku él V-lands í fyrstu, annars víða bjart. Vaxandi suðlæg átt um kvöldið. Áfram talsvert frost, allt að 15 stig í innsveitum NA-til.Á miðvikudag:Hvöss sunnanátt með rigningu eða slyddu, en snýst í suðvestanátt með éljum og kólnar þegar líður á daginn.Á fimmtudag:Áframhaldandi suðvestanátt með éljum um landið V-vert, en bjart eystra og kólnar enn frekar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18 Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Gátu ekki lent á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs Röskun varð á milllilandaflugi seint í gærkvöldi vegna óveðurs á Keflavíkurflugvelli. 2. febrúar 2018 07:18
Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. 2. febrúar 2018 07:15