Sálfræðiþjónusta í alla framhaldsskóla Steinn Jóhannsson og Bóas Valdórsson skrifar 2. febrúar 2018 10:00 Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH. Steinn Jóhannsson er konrektor MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu. Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH. Steinn Jóhannsson er konrektor MH.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun