Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2018 11:22 Áskriftaleikur Morgunblaðsins hefur vakið mikla athygli. Vísir/Stefán Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018 Fjölmiðlar Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira
Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga er meðal vinningshafa í áskriftaleik Morgunblaðsins en það er sjálfur ritstjórinn, Haraldur Johannessen, sem sér alla jafna um að draga vinningshafana úr pottinum. Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins.Vísir/Hanna Virðulegir vinningshafar Haraldur hefur einstakt lag á því að draga út þekka einstaklinga úr hrúgunni, reyndar með rafrænum hætti, sem eiga það svo jafnframt sammerkt að vera sérlegir velunnarar blaðsins og innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðismenn. Er af þessum sökum sérlega skemmtilegt að fylgast með drættinum hverju sinni. Hvaða þjóðþekkti einstaklingur kemur upp úr hattinum? Nú liggur til dæmis fyrir, eftir nýlegan útdrátt, að Brynjar Níelsson alþingismaður er á leið til Barcelona ásamt konu sinni Arnfríði Einarsdóttur landsréttardómara, sem var meðal hinna heppnu sem dregnir voru út á nýju ári. Stígur Helgason og félagar hans á Twitter fylgjast spennt með áskriftaleik Moggans. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur hreppt vænan vinning í áskriftarleiknum. Í febrúar í fyrra vann Þorgeir Ingi Njálsson, þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happadrætti. Dómarar landsins ættu samkvæmt þessu að hugsa fallega til Morgunblaðsins. Fylgjast spennt með á Twitter Fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Og, fleiri nöfn má nefna. Fréttamaður Ríkisútvarpisins, Stígur Helgason, er áhugasamur um þennan áskriftaleik og fylgist grannt með gangi mála. Hann upplýsti nýverið á Twittersíðu sinni að: „Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran“. Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV. María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlamaður með meiru, segir við þetta tækifæri, á Twittersíðu Stígs að þessir leikur hafi alltaf verið í uppáhaldi hjá sér. Og rifjar upp þegar Marta María Jónasdóttir, sem stýrir Smartlandi á mbl.is, var með happadrætti á sínum snærum: „Þessi leikur er alltaf í uppáhaldi hjá mér. Marta verðlaunar góða vinkonu sína með mjög specific gólfdúk en vinkonan var “óvænt” dregin úr potti og einmitt að gera upp heimilið. THE ODDS!“ segir María Lilja og linkar við þá tilteknu frétt. Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa borgarferðir og verður spennandi að sjá hverjir fara til Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas á vegum blaðsins. Uppfært 12:38 Í eldri útgáfu fréttarinnar segir að Njáll Trausti Friðbertsson sé fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Njáll Trausti er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og eru lesendur sem og Njáll Trausti beðnir velvirðingar á mistökunum. Þetta hefur verið lagfært í texta. áskrifendaleikir Moggans. Í dag vann Njáll Trausti Friðbertsson, fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Áður höfðu Lækna-Tómas og sýslumaðurinn á NV-landi unnið ferð til San Fran og þar áður vann Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri bíl. https://t.co/o9oUVSJrXU— Stígur Helgason (@Stigurh) January 25, 2018
Fjölmiðlar Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Sjá meira