Erlent

Danskur lög­reglu­morðingi látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Palle Sørensen sat í fangelsi í tæp 33 ár.
Palle Sørensen sat í fangelsi í tæp 33 ár. Lögreglusafnið í Danmörku
Einhver alræmdasti morðingi Danmerkur, Palle Sørensen, lést í gær, 90 ára að aldri.

Sørensen skaut fjóra lögreglumenn til bana þann 18. september 1965 og var í kjölfarið dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Sørensen var á flótta í stolnum bíl þegar hann skaut lögreglumennina.

Sørensen sat í fangelsi í tæp 33 ár, meðal annars í fangelsunum í Vridsløselille, Nyborg, Sønder Omme og Lyng. Hann var lengi vel sá Dani sem hafði lengst setið á bakvið lás og slá.

Honum var sleppt árið 1998 þegar hann var 71 árs að aldri. Hann bjó í íbúð fyrir eldri borgara í Valby, vestur af Kaupmannahöfn, síðustu ár ævi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×