Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:45 Kate Upton tekur þátt í MeToo byltingunni sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum síðan í október á síðasta ári. Mynd/getty Fyrirsætan Kate Upton birti færslur á Twitter og Instagram á fimmtudag undir millumerkinu #MeToo. Þar sagðist hún vonsvikin með að svo þekkt kvennamerki eins og Guess sé enn að valdefla Paul Marciano sem listrænan stjórnanda. Marciano er einn stofnanda Guess og kynnti nýja línu á fimmtudaginn ásamt Jennifer Lopez. Á Instagram skrifaði fyrirsætan: „Hann ætti ekki að fá að nota völd sín í þessum bransa til þess að áreita konur andlega og kynferðislega.“ Marciano þvertók fyrir þessar ásakanir í samtali við TMZ og sagði að ef hún væri með einhverjar ásakanir ætti hún að gera það hjá lögreglu eða fyrir dómstólum. Hann segir að Guess hafi hætt samstarfinu við fyrirsætuna af því að þegar herferðir merkisins hefðu gert hana fræga, hafi hún byrjað að mæta á tökustað lítandi „hræðilega“ út. Telur hann að það sé ástæða þessa ásakana.Paul Marciano, einn stofnanda Guess.Vísir/GettyJennifer Lopez sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að afstaða sín í svona málum sé mjög augljós. „Ég samþykki ekki kynferðislega áreitni, brot eða misferli. Allar ásakanir ættu að vera rannsakaðar að fullu. Ég held áfram að styðja rétt okkar sem konur.“ Síðan Upton steig fram og tjáði sig um Marciano hafa fleiri konur sagt sögur af honum á Twitter. Kate Upton hefur verið í nokkrum herferðum fyrir Guess. Í samtali við TMZ sagði hún að hún sé spennt fyrir því að sagan komi öll fram í heild sinni og gaf í skyn að það væri ekki langt þangað til. Hlutabréf Guess hafa hrunið niður um 18 prósent frá því á fimmtudag samkvæmt frett á vef CNN. Guess ætlar að skoða málið og athuga hvort grípa þurfi til aðgerða. MeToo Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Fyrirsætan Kate Upton birti færslur á Twitter og Instagram á fimmtudag undir millumerkinu #MeToo. Þar sagðist hún vonsvikin með að svo þekkt kvennamerki eins og Guess sé enn að valdefla Paul Marciano sem listrænan stjórnanda. Marciano er einn stofnanda Guess og kynnti nýja línu á fimmtudaginn ásamt Jennifer Lopez. Á Instagram skrifaði fyrirsætan: „Hann ætti ekki að fá að nota völd sín í þessum bransa til þess að áreita konur andlega og kynferðislega.“ Marciano þvertók fyrir þessar ásakanir í samtali við TMZ og sagði að ef hún væri með einhverjar ásakanir ætti hún að gera það hjá lögreglu eða fyrir dómstólum. Hann segir að Guess hafi hætt samstarfinu við fyrirsætuna af því að þegar herferðir merkisins hefðu gert hana fræga, hafi hún byrjað að mæta á tökustað lítandi „hræðilega“ út. Telur hann að það sé ástæða þessa ásakana.Paul Marciano, einn stofnanda Guess.Vísir/GettyJennifer Lopez sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að afstaða sín í svona málum sé mjög augljós. „Ég samþykki ekki kynferðislega áreitni, brot eða misferli. Allar ásakanir ættu að vera rannsakaðar að fullu. Ég held áfram að styðja rétt okkar sem konur.“ Síðan Upton steig fram og tjáði sig um Marciano hafa fleiri konur sagt sögur af honum á Twitter. Kate Upton hefur verið í nokkrum herferðum fyrir Guess. Í samtali við TMZ sagði hún að hún sé spennt fyrir því að sagan komi öll fram í heild sinni og gaf í skyn að það væri ekki langt þangað til. Hlutabréf Guess hafa hrunið niður um 18 prósent frá því á fimmtudag samkvæmt frett á vef CNN. Guess ætlar að skoða málið og athuga hvort grípa þurfi til aðgerða.
MeToo Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira