Ekki grunaði neinum í tískubransanum að þessi skóbúnaður mundi fara í framleiðslu, hvað þá vera vinsæll. En aldrei að segja aldrei, að minnsta kosti í heimi tískunnar.
Barneys var með þessa plastsandala með 10 cm sóla í forsölu á netinu og viti menn, skórnir er uppseldir. Og það fyrir 85 þúsund íslenskar krónur parið.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort götutískustjörnurnar ná að para saman þessa skó við eitthvað smart - það er áskorun.


