Jenner opnaði sig loksins á samfélagsmiðlinum þar sem hún sagði frá því að hún eignaðist heilbrigða stúlku þann 1 febrúar síðastliðinn. Hún bað aðdáendur sína afsökunar á því að hafa ekki sagt frá þessu fyrr en að hana langaði að halda óléttunni fyrir sig. Meðal annars til að geta undirbúið sig fyrir þetta stærsta hlutverk í lífinu án alls stress og utanaðkomandi pressu.
Vel skiljanlegt fyrir þessa 20 ára stúlku sem hefur alist upp í sviðsljósinu og deilt öllu lífi sínu með sjónvarpsáhorfendum og fylgjendum á samfélagsmiðlum.
Hamingjuóskir hennar, Travis Scott barnsföður hennar og fjölskyldunnar!
Hér fyrir neðan má sjá myndband sem þau gerðu til að deila meðgöngunni og fæðingunni með áhugasömum - ansi krúttlegt.