Stokkurinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun