Stokkurinn Guðmundur Brynjólfsson skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Sú var tíð að menn trúðu á stokka og steina – nú hafa steinarnir verið útilokaðir úr þeim átrúnaði, enda hafa þeir kristilega sögn. En upphafning stokksins er algjör; stokkurinn er hjálpræðið eina. Stokkseyri verður vísast helgur staður í framtíðinni. Umræðan snýst um stokkinn sem aldrei fyrir, tommu fyrir tommu. Auðvitað á að setja Miklubrautina í stokk. Og Sundabrautina og Borgarlínuna. Vitaskuld á sem mest að fara í stokk; Landspítalinn og bölvað staðarvalið, Listaháskólinn og myglan. Við eigum líka að setja strætisvagnana drekkhlaðna af kanarífuglum (ég er ekki að tala um eldri borgara), salamöndrum og skógarköttum í sama stokkinn. Allt skal í stokk. Líka Esjan og Reykjavíkurflugvöllur – þessi stokkur getur verið neyðarbraut allra neyðarbrauta. Stjórnmálamennirnir, þeir sem ekkert geta gert án þess að hneyksla og misfara með vald eiga heima í sama stokki – þótt sjálfsagt kysu einhverjir – og jafnvel enn fleiri, gapastokk þeim til hauss og handa. Og hinir gargandi góðu eru nauðsynlegir – hinum til andlegrar leiðréttingar – í þessum margumtalaða stokki. Sem á ekki að vera flutningsleið á milli austurs og vesturs heldur lóðbein lína milli norðurs og niðurs; þráðbein renna til helvítis! Og vel að merkja einstefna því ekkert af ofangreindu viljum við upp aftur. Forstokkaðir sölumenn landsins geta þá líka grætt á þessum stokki heil ósköp af peningum, því það má bjóða, gegn háu gjaldi, útlendingum að gægjast þar ofan í og selja þeim þá hugmynd að nú hafi Íslendingar opnað nýtt hlið að helvíti – Hekla sé úr tísku – undir þessu sjónarspili má leika „Kveðju Lúsífers“ eftir Karlheinz Stockhausen. „Þangað liggur beinn og breiður vegur“.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun