Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 08:00 Mörg fórnarlamba Larry Nassar voru í bandaríska fimleikasambandinu. Vísir/Getty New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það kom ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu allar upplýsingar sínar um málið á tímalínu. Nassar hefur nú þegar verið dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar fyrir samanlagt tíu mál en það er ljóst að þau eru miklu fleiri enda eru fórnarlömb hans vel á þriðja hundrað. Larry Nassar komst ekki aðeins upp með kynferðisbrot sín í áratugi heldur einnig í meira en ár eftir að FBI, bandaríska alríkislögreglan, fékk ásakanir á hendur honum inn á sitt borð. Samkvæmt grein New York Times fékk FBI fyrst að vita af áskökunum í júlí 2015 en það tók starfsmenn alríkislögreglunnar næstum því ár að ræða við tvö af fórnarlömbunum.Breaking News: FBI offices in 3 cities were told that Larry Nassar had molested elite gymnasts. But nearly a year later, gymnastics officials became concerned about the slow pace of the case. During that time, over 2 dozen girls and women were molested. https://t.co/wj6ud1xMDW — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018 Larry Nassar hélt áfram að misnota stúlkur á meðan eða allt þar til að Indianapolis Star sagði frá þessari hryllilegu hlið hans í september 2016. Blaðamenn New York Times telja að Nassar hafi misnotað að minnsta kosti fjörtíu stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum. Það voru því ekki aðeins starfsfélagar Nassar í ríkisháskólanum í Michigan, yfirmenn hans í bandaríska fimleikalandsliðinu eða starfsfólk læknamiðstöðvar hans sem hjálpuðu honum að níðast í áratugi á saklausum ungum stúlkum. Svo virðist vera að bandaríska alríkislögreglan hafi einnig horft í aðra átt á meðan Nassar hélt áfram iðju sinni eins og ekkert hefði skeð. Hér blandast líka inn í hvernig æðstu menn bandaríska fimleiksambandsins reyndu að fela ásakanirnar. Í greininni segja meðal annars foreldrar fórnarlamba Nassar frá því hvernig þeim var skipað af yfirmanni bandaríska fimleikasambandsins að segja ekki frá neinu. Á samt tíma fullvissuðu menn þar á bæ foreldrana um það að þeir myndu sjá um að málið færi rétta leið og til lögreglunnar. Þau fórnarlömb sem og önnur þurftu hins vegar að bíða í mörg ár eftir að Larry Nassar var stoppaður og á meðan bættist fjöldi fórnarlamba í hópinn. Maggie Nichols, the gymnast initially known as “Athlete A,” was not contacted by the FBI for nearly 11 months after the information she provided sparked the federal inquiry into Larry Nassar https://t.co/yvgcCwGmhApic.twitter.com/2sAObZSZZy — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018 Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það kom ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu allar upplýsingar sínar um málið á tímalínu. Nassar hefur nú þegar verið dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar fyrir samanlagt tíu mál en það er ljóst að þau eru miklu fleiri enda eru fórnarlömb hans vel á þriðja hundrað. Larry Nassar komst ekki aðeins upp með kynferðisbrot sín í áratugi heldur einnig í meira en ár eftir að FBI, bandaríska alríkislögreglan, fékk ásakanir á hendur honum inn á sitt borð. Samkvæmt grein New York Times fékk FBI fyrst að vita af áskökunum í júlí 2015 en það tók starfsmenn alríkislögreglunnar næstum því ár að ræða við tvö af fórnarlömbunum.Breaking News: FBI offices in 3 cities were told that Larry Nassar had molested elite gymnasts. But nearly a year later, gymnastics officials became concerned about the slow pace of the case. During that time, over 2 dozen girls and women were molested. https://t.co/wj6ud1xMDW — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018 Larry Nassar hélt áfram að misnota stúlkur á meðan eða allt þar til að Indianapolis Star sagði frá þessari hryllilegu hlið hans í september 2016. Blaðamenn New York Times telja að Nassar hafi misnotað að minnsta kosti fjörtíu stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum. Það voru því ekki aðeins starfsfélagar Nassar í ríkisháskólanum í Michigan, yfirmenn hans í bandaríska fimleikalandsliðinu eða starfsfólk læknamiðstöðvar hans sem hjálpuðu honum að níðast í áratugi á saklausum ungum stúlkum. Svo virðist vera að bandaríska alríkislögreglan hafi einnig horft í aðra átt á meðan Nassar hélt áfram iðju sinni eins og ekkert hefði skeð. Hér blandast líka inn í hvernig æðstu menn bandaríska fimleiksambandsins reyndu að fela ásakanirnar. Í greininni segja meðal annars foreldrar fórnarlamba Nassar frá því hvernig þeim var skipað af yfirmanni bandaríska fimleikasambandsins að segja ekki frá neinu. Á samt tíma fullvissuðu menn þar á bæ foreldrana um það að þeir myndu sjá um að málið færi rétta leið og til lögreglunnar. Þau fórnarlömb sem og önnur þurftu hins vegar að bíða í mörg ár eftir að Larry Nassar var stoppaður og á meðan bættist fjöldi fórnarlamba í hópinn. Maggie Nichols, the gymnast initially known as “Athlete A,” was not contacted by the FBI for nearly 11 months after the information she provided sparked the federal inquiry into Larry Nassar https://t.co/yvgcCwGmhApic.twitter.com/2sAObZSZZy — The New York Times (@nytimes) February 3, 2018
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira