Fótbolti

Eldfjallakraftur hjá íslenskri landsliðskonu um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir. Vísir/Getty
Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir byrjar vel hjá norska úrvalsdeildarliðinu Röa.

Svava Rós opnaði markareikninginn sinn um helgina og gott betur en það því hún skoraði þrennu í 4-0 sigri á í æfingaleik á móti b-deildarliðinu ÖHIL.

Röa tapaði 2-0 á móti Stabæk í fyrsta æfingaleik tímabilsins en það gekk mun betur í æfingaleik númer tvö sem var á móti nágrannafélaginu.

Svava Rós skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum og innsiglaði síðan sigurinn með fjórða markinu eftir að liðfélagi hennar, Synne Christiansen, hafði skoraði þriðja markið.

Svavar Rós og Synne eru báðar nýjar hjá félaginu, Svavar Rós kom frá Breiðabliki en Synne frá Vålerenga.

Í umfjöllun um leikinn á síðu Kvinnefotballmagasinet er talað um eldfjallakraft hjá íslensku landsliðskonunni og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hennar í þessum leik.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×