Kíló af vængjum yfir Súperskál Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Brynjar Birgisson hefur verið oft hressari í vinnunni á mánudegi. VÍSIR/EYÞÓR Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13
Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30
Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30