Tarantino svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2018 11:15 Tarantino og Thurman í Cannes árið 2014. Vísir/AFP Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman. Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman.
Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira