Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 12:13 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, telur líklegt að Landsréttarmálið fari til umboðsmanns Alþingis. Vísir/Eyþór „Það er réttaróvissa í landinu, virkilega alvarleg réttaróvissa,“ segir Jón Þór Ólafsson, varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar og þingmaður Pírata, um stöðuna sem er komin upp í Landsrétti, hinu nýja dómstigi vegna vanhæfis dómara. Að mati Jóns Þórs eru líkur á að það gæti stefnt í óefni og dómar ómerktir. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lítur málið ekki sömu augum og telur Landsréttarmálið ekki endilega eiga heima í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Nefndin fundar um málið í hádeginu í dag og tekur að öllum líkindum ákvörðun um framhald málsins á Alþingi.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að alvarleg réttaróvissa ríki í landinu.„Hæstiréttur verður að líta til dóma Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Hann er bundinn að lögum hvað þetta varðar þannig að ég myndi segja að þetta sé mjög, mjög alvarlegt mál,“ segir Jón Þór sem bendir á að málið gæti tekið þá stefnu að dómar, kveðnir upp af þeim fjórum dómurum sem dómsmálaráðherra skipti út fyrir einstaklinga sem hæfisnefnd mat hæfasta, yrðu ómerktir. „Nú hefur Evrópudómstóllinn dæmt og EFTA-dómstóllinn var búinn að taka svona mál til sín vegna þess að það voru skipaðir í Noregi þrír dómarar þegar átti að skipa sex, ekki alvarlegra en það. Samt sem áður leiðréttu þeir stöðuna bara. Þeir vildu ekki taka sénsinn. Vildu ekki fara glannalega með sitt réttarkerfi,“ segir Jón Þór sem óttast að málið gæti farið á versta veg.Er þetta fjarstæðukennt eins og Birgir Ármannsson sagði í stjórnmálaþættinum Silfrinu„Það ekki fjarstæðukennt að réttaröryggi borgaranna í landinu grundvallast á því að koma á sjálfstæðum, óháðum og óvilhöllum dómstóla. Það er fjarstæðukennt þegar dómsmálaráðherra er búinn að viðurkenna það að þessir dómarar gætu verið í þakkarskuld við sig,“ segir Jón Þór og vísar til orða dómsmálaráðherra í fréttaþættinum Kveiki. Í gærmorgun var Landsdómsmálið rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en skrifstofustjóri Alþingis og lagaprófessor komu fyrir nefndina. Á fundinum gafst ekki tími til að ákveða í hvaða farveg málið færi en Jón Þór og Birgir Ármannsson segja líklegt að niðurstaða fáist í málið von bráðar.„Alveg ljóst að ábyrgðin er hennar“ Jón Þór segir að á fundinum í gær hafi ábyrgð ráðherra verið rædd í þaula. Hann segir lög um dómstóla binda hendur þingmanna og þar með er ábyrgð dómsmálaráðherra undirstrikuð. „Ráðherra leggur fram tillögu inn í þingið. Tillögurnar eru síðan bornar upp sem þingsályktun eða meðhöndlaðar eins og þingsályktun og í lögum um þingsköp er alveg skýrt að ég get lagt fram breytingartillögur en dómstólalögin banna mér það. Það stendur skýrt að það megi ekki gera það þannig. Það eina sem þingið getur sagt er já eða nei þannig að ráðherra fær aldrei í hendurnar frá þinginu tillögu sem er öðruvísi heldur en hún sjálf setti inn til þingsins þannig að hún getur aldrei fengið neitt í hendurnar sem hún er ekki samþykk. Hún er aldrei þvinguð til þess að samþykkja neitt sem hún er ekki samþykk þannig að það er alveg ljóst að ábyrgðin er hennar,“ segir Jón Þór. Einsýnt að vantrauststillaga verði borin framFinnst þér líklegt að málinu verði vísað til umboðsmanns Alþingis?„Mér þykir líklegt að það fari til umboðsmanns. Það þarf bara að gera þetta málefnalega og að allir krókar og kimar í málinu séu skoðaðir. Þegar vantrauststillagan verður borin fram– sem mér þykir einsýnt að verði – að þá sé það þannig gert að öll gögn í málinu liggi fyrir og hafi legið fyrir í góðan tíma fyrir þingmenn til að taka vel upplýsta ákvörðun um ábyrgð dómsmálaráðherra.“„Ég upplifi þetta ekki með sama hætti og Jón Þór“ Birgir Ármannsson er á öndverðum meiði við Jón Þór. „Ég er ekki sammála honum en hins vegar, það á auðvitað eftir að koma niðurstaða úr þeim málum sem snúa að dómstólum í því sambandi en ég upplifi þetta ekki með sama hætti og Jón Þór.“Í hvaða farveg finnst þér ákjósanlegt að málið færi?„Nú er það auðvitað þannig að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þarf að átta sig á því hvert hennar hlutverk á að vera í þessu sambandi. Umræður í nefndinni hafa að stórum hluta til verið á almennum nótum fram að þessu og þegar að fjallað hefur verið um mál fyrir dómstólum og komist að niðurstöðu þar þá er auðvitað ljóst að mjög margt af því sem snýr að eftirliti þingsins er einfaldlega komið fram og niðurstaða komin í því þannig að ég átta mig ekki alveg á því á þessari stundu hvað menn ætla að rannsaka frekar á vettvangi þingnefndarinnar,“ segir Birgir.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur Landsréttarmálið ekki endilega vera verkefni stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelmEn gæti ekki komið upp flókin og alvarleg staða? „Þá er það úrlausnarefni sem vissulega þarf að takast á við en hins vegar eru málin ekki á því stigi að það beinlínis snerti viðfangsefni þessarar nefndar frekar en annarrar. Það er auðvitað þá orðið mál sem stjórnvöld á Þingi þurfa að velta fyrir sér en þegar við erum að fjalla um, hvað eigum við að segja, verkefni þessarar nefndar þá þurfa menn að móta hvaða verkefni eiga heima þar og hver annars staðar.“ Birgir segir að í ljósi þess að það sé frekar undantekning en regla að helstu álitamálin í málinu hafi þegar farið fyrir dómstóla sé ekki þörf á því að málið sé rætt í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Sá dómur sem kveðinn var upp var ekki dómsmálaráðherra í vil, er þá ekki eðlilegt að það sé framhald á málinu?„Já, við erum að velta því fyrir okkur hvernig það er best gert. Ef málið snýst um það að einhverjir telja að það sé ástæða til að bera fram vantraust á ráðherrann sem hefur komið fram í ummælum Jóns Þórs og fleiri, þá er það ekki verkefni þessarar nefndar að fjalla um það, þá er það verkefni þingsins alls,“ segir Birgir. Fundurinn verður haldinn klukkan 12.30 en þeir Birgir og Jón Þór telja mjög líklegt að næstu skref verði ákveðin. Dómsmál Stj.mál Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Dómsmálaráðherra boðar blaðamenn á fund sinn Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. 2. febrúar 2018 08:54 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
„Það er réttaróvissa í landinu, virkilega alvarleg réttaróvissa,“ segir Jón Þór Ólafsson, varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar og þingmaður Pírata, um stöðuna sem er komin upp í Landsrétti, hinu nýja dómstigi vegna vanhæfis dómara. Að mati Jóns Þórs eru líkur á að það gæti stefnt í óefni og dómar ómerktir. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lítur málið ekki sömu augum og telur Landsréttarmálið ekki endilega eiga heima í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Nefndin fundar um málið í hádeginu í dag og tekur að öllum líkindum ákvörðun um framhald málsins á Alþingi.Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að alvarleg réttaróvissa ríki í landinu.„Hæstiréttur verður að líta til dóma Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Hann er bundinn að lögum hvað þetta varðar þannig að ég myndi segja að þetta sé mjög, mjög alvarlegt mál,“ segir Jón Þór sem bendir á að málið gæti tekið þá stefnu að dómar, kveðnir upp af þeim fjórum dómurum sem dómsmálaráðherra skipti út fyrir einstaklinga sem hæfisnefnd mat hæfasta, yrðu ómerktir. „Nú hefur Evrópudómstóllinn dæmt og EFTA-dómstóllinn var búinn að taka svona mál til sín vegna þess að það voru skipaðir í Noregi þrír dómarar þegar átti að skipa sex, ekki alvarlegra en það. Samt sem áður leiðréttu þeir stöðuna bara. Þeir vildu ekki taka sénsinn. Vildu ekki fara glannalega með sitt réttarkerfi,“ segir Jón Þór sem óttast að málið gæti farið á versta veg.Er þetta fjarstæðukennt eins og Birgir Ármannsson sagði í stjórnmálaþættinum Silfrinu„Það ekki fjarstæðukennt að réttaröryggi borgaranna í landinu grundvallast á því að koma á sjálfstæðum, óháðum og óvilhöllum dómstóla. Það er fjarstæðukennt þegar dómsmálaráðherra er búinn að viðurkenna það að þessir dómarar gætu verið í þakkarskuld við sig,“ segir Jón Þór og vísar til orða dómsmálaráðherra í fréttaþættinum Kveiki. Í gærmorgun var Landsdómsmálið rætt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en skrifstofustjóri Alþingis og lagaprófessor komu fyrir nefndina. Á fundinum gafst ekki tími til að ákveða í hvaða farveg málið færi en Jón Þór og Birgir Ármannsson segja líklegt að niðurstaða fáist í málið von bráðar.„Alveg ljóst að ábyrgðin er hennar“ Jón Þór segir að á fundinum í gær hafi ábyrgð ráðherra verið rædd í þaula. Hann segir lög um dómstóla binda hendur þingmanna og þar með er ábyrgð dómsmálaráðherra undirstrikuð. „Ráðherra leggur fram tillögu inn í þingið. Tillögurnar eru síðan bornar upp sem þingsályktun eða meðhöndlaðar eins og þingsályktun og í lögum um þingsköp er alveg skýrt að ég get lagt fram breytingartillögur en dómstólalögin banna mér það. Það stendur skýrt að það megi ekki gera það þannig. Það eina sem þingið getur sagt er já eða nei þannig að ráðherra fær aldrei í hendurnar frá þinginu tillögu sem er öðruvísi heldur en hún sjálf setti inn til þingsins þannig að hún getur aldrei fengið neitt í hendurnar sem hún er ekki samþykk. Hún er aldrei þvinguð til þess að samþykkja neitt sem hún er ekki samþykk þannig að það er alveg ljóst að ábyrgðin er hennar,“ segir Jón Þór. Einsýnt að vantrauststillaga verði borin framFinnst þér líklegt að málinu verði vísað til umboðsmanns Alþingis?„Mér þykir líklegt að það fari til umboðsmanns. Það þarf bara að gera þetta málefnalega og að allir krókar og kimar í málinu séu skoðaðir. Þegar vantrauststillagan verður borin fram– sem mér þykir einsýnt að verði – að þá sé það þannig gert að öll gögn í málinu liggi fyrir og hafi legið fyrir í góðan tíma fyrir þingmenn til að taka vel upplýsta ákvörðun um ábyrgð dómsmálaráðherra.“„Ég upplifi þetta ekki með sama hætti og Jón Þór“ Birgir Ármannsson er á öndverðum meiði við Jón Þór. „Ég er ekki sammála honum en hins vegar, það á auðvitað eftir að koma niðurstaða úr þeim málum sem snúa að dómstólum í því sambandi en ég upplifi þetta ekki með sama hætti og Jón Þór.“Í hvaða farveg finnst þér ákjósanlegt að málið færi?„Nú er það auðvitað þannig að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins þarf að átta sig á því hvert hennar hlutverk á að vera í þessu sambandi. Umræður í nefndinni hafa að stórum hluta til verið á almennum nótum fram að þessu og þegar að fjallað hefur verið um mál fyrir dómstólum og komist að niðurstöðu þar þá er auðvitað ljóst að mjög margt af því sem snýr að eftirliti þingsins er einfaldlega komið fram og niðurstaða komin í því þannig að ég átta mig ekki alveg á því á þessari stundu hvað menn ætla að rannsaka frekar á vettvangi þingnefndarinnar,“ segir Birgir.Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, telur Landsréttarmálið ekki endilega vera verkefni stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelmEn gæti ekki komið upp flókin og alvarleg staða? „Þá er það úrlausnarefni sem vissulega þarf að takast á við en hins vegar eru málin ekki á því stigi að það beinlínis snerti viðfangsefni þessarar nefndar frekar en annarrar. Það er auðvitað þá orðið mál sem stjórnvöld á Þingi þurfa að velta fyrir sér en þegar við erum að fjalla um, hvað eigum við að segja, verkefni þessarar nefndar þá þurfa menn að móta hvaða verkefni eiga heima þar og hver annars staðar.“ Birgir segir að í ljósi þess að það sé frekar undantekning en regla að helstu álitamálin í málinu hafi þegar farið fyrir dómstóla sé ekki þörf á því að málið sé rætt í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Sá dómur sem kveðinn var upp var ekki dómsmálaráðherra í vil, er þá ekki eðlilegt að það sé framhald á málinu?„Já, við erum að velta því fyrir okkur hvernig það er best gert. Ef málið snýst um það að einhverjir telja að það sé ástæða til að bera fram vantraust á ráðherrann sem hefur komið fram í ummælum Jóns Þórs og fleiri, þá er það ekki verkefni þessarar nefndar að fjalla um það, þá er það verkefni þingsins alls,“ segir Birgir. Fundurinn verður haldinn klukkan 12.30 en þeir Birgir og Jón Þór telja mjög líklegt að næstu skref verði ákveðin.
Dómsmál Stj.mál Tengdar fréttir Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Dómsmálaráðherra boðar blaðamenn á fund sinn Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. 2. febrúar 2018 08:54 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis Telur að dómur Hæstaréttar leiði til þess að dómar Arnfríðar Einarsdóttur verði ómerkti. 4. febrúar 2018 20:03
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00
Dómsmálaráðherra boðar blaðamenn á fund sinn Á fundinum mun Sigríður Á. Andersen kynna áform um eflingu löggæslunnar í landinu. 2. febrúar 2018 08:54