Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2018 20:00 Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Jafnframt vísar hann lögunum til stjórnlagadómstóls til að kanna hvort þau standist stjórnarskrá vegna ritskoðunar. Lögin hafa verið gagnrýnd víða ekki hvað síst í Ísrael og innan Evrópusambandsins sem tilraun til ritskoðunar og sögufölsunar. En þeir sem í ræðu eða riti gefa í skyn að Pólverjar eða pólsk stjórnvöld hafi á einhvern hátt komið að eða aðstoðað við rekstur útrýmingarbúðanna í Auschwitz geta átt yfir höfði sér allt aðþriggja ára fangelsi eða sektir. Andrzej Duda forseti Póllands tilkynnti í dag að hann ætlaði að staðfesta lögin. Hins vegar væri líka mikilvægt að raddir fórnarlamba nasista og ættingja þeirra verði ekki kæfðar og þvíætlaði hann að vísa lögunum til stjórnlagadómstóls landsins til að kanna hvort lögin stæðust stjórnarskrá. „Þetta er mín ákvörðun. Ég tel að þetta sé lausn sem annars vegar tryggir pólska hagsmuni og ég ítreka; virðingu okkar, sögulegan sannleika. Þannig að við verðum dæmd réttlátlega af umheiminum en pólska ríkinu eða þjóðinni verði ekki kennt um. Hins vegar sé tekið tillit til þess fólks þar sem sögulegt minni, minningar um helförina, skipta gríðarlega miklu máli, og ekki hvað síst að tekið sé tillit til þeirra sem lifðu helförina af og ættu að segja umheiminum fráþví hvernig þeir muna þessa tíma og frá reynslu sinni,“ sagði Duda í dag. Frans Timmermanns varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir hetjur hafa barist gegn hernámi nasista í öllum þeim löndum sem Nasistar lögðu undir sig. „En það er sorglegt að það í öllum þessum löndum var líka að finna fólk sem starfaði með og aðstoðaði innrásarliði nasista við að koma hryllilegri stefnu þeirra til framkvæmda,“ segir Timmermanns.Tækifærispólitík ræður för Pawel Frankowski dósent í stjórnmálafræði við Jagiellonski háskólann í Krakow hefur kennt tímabundið við Háskóla Íslands. Hann segir að skoða verði öll utanríkismál pólsku stjórnarinnar í ljósi stöðu mála innanlands og þeirrar stefnu sem líkleg sé til vinsælda þar. En bæði þing- og sveitarstjórnarkosningar eru framundan á næstu tveimur árum. „Ráðandi flokkar verða að afla sér vinsælda. Til að ná vinsældum verða þeir að höfða til tiltekinna afla. Þetta sorglega mál, að mínu áliti, gæti hjálpað þeim að ná stuðningi. Svo einfalt er það. Pólks stjórnvöld eru þegar upp á kant við Evrópusambandið vegna breytinga á lögum um skipun dómara, sem eykur líkur á pólitískri skipun þeirra og hefur Evrópusambandið hótað að taka atkvæðisréttinn af Pólverjum í ráðherraráðinu breyti þeir ekki stefnu sinni. Hægri stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti er hins vegar ekki líklegur til þess.Kynslóðir sem muna ekki fyrri tíma Frankowski segir að nú þegar Pólland hafi verið í Evrópusambandinu í fjórtán ár séu kynslóðir sem muni ekki hvernig ástandið var fyrir aðild. Þetta fólk taki margt þau fríðindi sem fylgi aðildinni sem gefnum. „Það er mikilvægt að hafa það í huga og hluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna tilheyrir þessum hópi. Þetta er flókið samspil. Það er mikilvægt að hafa hugfast að þetta fólk hefur ekki hugmynd um hvernig heimurinn var fyrir fyrir aðildina að Evrópusambandinu,“ segir Frankowski. Margir stjórnmálamenn og flokkar leiki saman leikinn og stjórnmálamenn í Bretlandi sem kenndu embættismönnum í Brussel um allt sem miður fer. „Þeir ögra Evrópusambandinu til að sjá hversu langt þeir komast með þó nokkurri slægð. Þetta sé sami leikurinn og margir breskir stjórnmálamenn léku allt fram að úrsögninni úr sambandinu. Í dag sjáum við fulltrúa ýmissra pólskra stjórnmálaflokka haga sér með sama hætti innan Evrópusambandsins, þar sem þeir leik hlutverk vonda gæjans,“ segir Frankowski.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34