36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Sex svonefnd hrunmál bíða enn dómsmeðferðar í annað hvort héraði eða Hæstarétti. Þar af eru fjögur mál nú fyrir dómi öðru sinni en Hæstiréttur hafði áður ómerkt í öllum tilvikum dóma héraðsdóms. Saksóknari gaf út síðustu ákæru sína í málum af þessum toga í september árið 2016. Vísir/Anton Brink Alls hafa 36 manns verið dæmdir í samtals 96 ára fangelsisvist í sakamálum sem tengjast efnahagshruninu haustið 2008, samkvæmt samantekt Markaðarins. Ellefu manns hafa hlotið samanlagt 35 ára fangelsisdóm í málum sem beinast að störfum Kaupþings, sjö hafa fengið samtals 25 ára og 3 mánaða dóm í málum sem tengjast Glitni og jafn margir hafa verið dæmdir í samanlagt 13 ára fangelsisvist í málum sem varða störf gamla Landsbankans. Sex svonefnd hrunmál eru enn fyrir dómi og má því telja sennilegt að samanlögð lengd fangelsisdóma í slíkum málum, sem varða brot í aðdraganda falls fjármálakerfisins fyrir áratug, fari yfir 100 ár. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur hlotið þyngstu refsinguna fyrir brot sem framin voru í aðdraganda hrunsins eða samanlagt sjö ár. Er það einu ári meira en sá sex ára refsirammi í hrun- og efnahagsbrotamálum sem kveðið er á um í lögum. Þeir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Lárus Welding, sem stýrði starfsemi Glitnis banka, hafa hlotið næstþyngstu refsinguna eða samanlagt sex ára fangelsisdóm hvor. Hreiðar Már og Lárus eru aukinheldur þeir fyrrverandi bankamenn sem hlotið hafa hvað flesta refsidóma fyrir brot sín í aðdraganda hrunsins: þrjá talsins. Þremenningarnir eru ekki enn lausir allra mála en þeir eru ákærðir í nokkrum málum sem bíða dómsmeðferðar í annaðhvort héraðsdómi eða Hæstarétti. Þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hafa hver um sig verið dæmdir til samtals fimm ára fangelsisvistar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.Vísir/GVAGreint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins í síðasta mánuði að rannsókn allra sakamála sem tengjast efnahagshruninu væri lokið. Þau tímamót hefðu orðið í starfsemi embættis héraðssaksóknara þegar síðasta rannsóknin var felld niður í desember. Síðasta ákæran sem saksóknari gaf út var í septembermánuði árið 2016, þar sem Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings, eru gefin að sök innherja- og umboðssvik, en ekki liggur enn fyrir hvenær aðalmeðferð í málinu fer fram. Því til viðbótar eru fimm mál enn fyrir dómi, en það eru mál sem kennd eru við Aurum Holdings, Chesterfield, Marple, Stím og meinta markaðsmisnotkun hjá Glitni. Fjögur fyrstnefndu málin eru nú fyrir dómi öðru sinni en Hæstiréttur hafði áður ómerkt í öllum tilvikum dóma héraðsdóms.202 hrunmál á borðinu Frá því að embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og 18 mál voru felld niður að lokinni rannsókn, 22 mál voru sameinuð öðrum málum, 4 send til annarra embætta, 7 flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld og þá var ein ákæra afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggir á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján slíkum málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm málum. Embætti sérstaks saksóknara hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Ólafur Þór Hauksson, sem tók á sínum tíma að sér það verkefni, sem sérstakur saksóknari, að stýra rannsóknum á meintum efnahagsbrotum í bankahruninu, var skipaður héraðssaksóknari í október árið 2015. Þrátt fyrir að nítján hrunmálum hefur lokið með dómi er ekki þar með sagt að þau séu endanlega til lykta leidd. Þannig greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því í nóvember á síðasta ári að dómþolar í þremur hrunmálum, þar á meðal Sigurjón Þ. Árnason, hefðu leitað til endurupptökunefndar og krafist endurupptöku mála sinna vegna nýlegra upplýsinga um hlutafjáreign dómara í föllnu bönkunum þremur. Þá hafa sakborningarnir í Al Thani-málinu svonefnda kvartað til Mannréttindadómstóls Evrópu af sömu ástæðu. Hefur dómstóllinn þegar krafið íslensk stjórnvöld svara við nokkrum spurningum um málsmeðferð saksóknara og dómstóla í málinu. Dómstóllinn getur ekki fellt dóma íslenskra dómstóla úr gildi. Hann leggur hins vegar mat á það hvort íslenska ríkið hafi brotið gegn sakborningunum þannig að í bága fari gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu.11 tengdir Kaupþingi sakfelldir Eins og áður var nefnt hafa þyngstu refsidómarnir fyrir brot framin í aðdraganda hrunsins fallið í málum sem beinast að störfum Kaupþings. Ellefu manns, sem tengdust bankanum, annaðhvort sem starfsmenn eða viðskiptavinir, hafa verið dæmdir í samanlagt 35 ára fangelsisvist á síðustu árum. Áðurnefndur Hreiðar Már var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu, sex mánaða fangelsi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og loks eins árs fangelsi í héraði í Marple-málinu á síðasta ári, en þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Auk þess er beðið dómsmeðferðar í tveimur málum til viðbótar sem bankastjórinn fyrrverandi er ákærður í. Annað þeirra er kennt við Chesterfield eða CLN-skuldabréf, en Hæstiréttur ómerkti í fyrra sýknudóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Magnús Guðmundsson, sem hefur hlotið þyngstu mögulegu refsingu samkvæmt refsirammanum, fékk fjögurra og hálfs árs dóm vegna aðildar sinnar að Al Thani-málinu og átján mánaða dóm í héraði í Marple-málinu. Hann er einnig ákærður fyrir umboðssvik í Chesterfield-málinu ásamt þeim Hreiðari Má og Sigurði Einarssyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Al Thani-málinu og eins árs vistar í markaðsmisnotkunarmáli bankans. . Sex fyrrverandi starfsmenn Kaupþings til viðbótar voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmálinu, þar á meðal þeir Ingólfur Helgason, sem stýrði starfsemi bankans á Íslandi, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm, og Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána, sem fékk tveggja og hálfs árs dóm. Þá hafa tveir hlotið fangelsisdóma í málum sem tengjast starfsemi Kaupþings fyrir hrun án þess að hafa starfað hjá bankanum. Ólafur Ólafsson, sem var á meðal stærstu hluthafa Kaupþings, hlaut sem kunnugt er fjögurra og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu og þá var fjárfestirinn Skúli Þorvaldsson dæmdur í hálfs árs fangelsi í héraði í Marple-málinu.Glitnismenn í 25 ára fangelsi Þyngstu dómarnir sem fallið hafa í málum er varða störf Glitnis féllu í BK-44 málinu í desember árið 2015. Þá voru fjórir fyrrverandi starfsmenn bankans dæmdir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna 3,8 milljarða króna lánveitingar bankans til félags í eigu Birkis Kristinssonar, sem starfaði í einkabankaþjónustu bankans, en fjármunirnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Glitni. Birkir hlaut fjögurra ára dóm rétt eins og verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson. Jóhannes Baldursson var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í tveggja ára fangelsi. Lárus Welding hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði í Stím-málinu, en dómurinn var kveðinn upp seint á síðasta ári, og eins árs dóm, einnig í héraði, í Aurum-málinu. Báðum dómunum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í síðarnefnda málinu hlaut Magnús Arnar jafnframt tveggja ára dóm. Hins vegar var sýknað af ákæru á hendur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem var einn af aðaleigendum Glitnis, og Bjarna Jóhannessyni, fyrrum viðskiptastjóra hjá bankanum. Lárus Welding er einnig ákærður, ásamt fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, í markaðsmisnotkunarmáli bankans. Aðalmeðferð málsins í héraði lauk í byrjun mánaðarins og verður dómur kveðinn upp innan fárra vikna. Þá má geta þess að Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, hlutu báðir dóm í héraði í Stím-málinu. Var Jóhannes dæmdur í tveggja ára fangelsi en Þorvaldur Lúðvík átján mánaða.Færri mál varða Landsbankann Færri mál hafa komið til kasta dómstóla sem varða störf gamla Landsbankans heldur en hinna bankanna tveggja. Sjö manns, sem tengdust bankanum, hafa verið dæmdir til samanlagt 13 ára fangelsisvistar vegna efnahagsbrota fyrir hrun. Umfangsmesta málið var markaðsmisnotkunarmál bankans en héraðsdómari greip til þess ráðs að skipta því í tvennt. Í fyrri hluta málsins, sem er jafnan kennt við Ímon, var Sigurjón Þ. Árnason dæmdur í Hæstarétti í þriggja og hálfs árs fangelsi, Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Landsbankans, í 18 mánaða fangelsi og Steinþór Gunnarsson, sem gegndi starfi forstöðumanns verðbréfamiðlunar, í níu mánaða fangelsi. . Í seinni hluta málsins var Sigurjón einnig sakfelldur og dæmdur til eins árs og sex mánaða fangelsisvistar. Auk hans hlaut Ívar Guðjónsson tveggja ára dóm, Júlíus S. Heiðarsson eins árs dóm og Sindri Sveinsson níu mánaða dóm, en þeir störfuðu allir í deild eigin viðskipta bankans.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Alls hafa 36 manns verið dæmdir í samtals 96 ára fangelsisvist í sakamálum sem tengjast efnahagshruninu haustið 2008, samkvæmt samantekt Markaðarins. Ellefu manns hafa hlotið samanlagt 35 ára fangelsisdóm í málum sem beinast að störfum Kaupþings, sjö hafa fengið samtals 25 ára og 3 mánaða dóm í málum sem tengjast Glitni og jafn margir hafa verið dæmdir í samanlagt 13 ára fangelsisvist í málum sem varða störf gamla Landsbankans. Sex svonefnd hrunmál eru enn fyrir dómi og má því telja sennilegt að samanlögð lengd fangelsisdóma í slíkum málum, sem varða brot í aðdraganda falls fjármálakerfisins fyrir áratug, fari yfir 100 ár. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur hlotið þyngstu refsinguna fyrir brot sem framin voru í aðdraganda hrunsins eða samanlagt sjö ár. Er það einu ári meira en sá sex ára refsirammi í hrun- og efnahagsbrotamálum sem kveðið er á um í lögum. Þeir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Lárus Welding, sem stýrði starfsemi Glitnis banka, hafa hlotið næstþyngstu refsinguna eða samanlagt sex ára fangelsisdóm hvor. Hreiðar Már og Lárus eru aukinheldur þeir fyrrverandi bankamenn sem hlotið hafa hvað flesta refsidóma fyrir brot sín í aðdraganda hrunsins: þrjá talsins. Þremenningarnir eru ekki enn lausir allra mála en þeir eru ákærðir í nokkrum málum sem bíða dómsmeðferðar í annaðhvort héraðsdómi eða Hæstarétti. Þeir Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hafa hver um sig verið dæmdir til samtals fimm ára fangelsisvistar.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.Vísir/GVAGreint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins í síðasta mánuði að rannsókn allra sakamála sem tengjast efnahagshruninu væri lokið. Þau tímamót hefðu orðið í starfsemi embættis héraðssaksóknara þegar síðasta rannsóknin var felld niður í desember. Síðasta ákæran sem saksóknari gaf út var í septembermánuði árið 2016, þar sem Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings, eru gefin að sök innherja- og umboðssvik, en ekki liggur enn fyrir hvenær aðalmeðferð í málinu fer fram. Því til viðbótar eru fimm mál enn fyrir dómi, en það eru mál sem kennd eru við Aurum Holdings, Chesterfield, Marple, Stím og meinta markaðsmisnotkun hjá Glitni. Fjögur fyrstnefndu málin eru nú fyrir dómi öðru sinni en Hæstiréttur hafði áður ómerkt í öllum tilvikum dóma héraðsdóms.202 hrunmál á borðinu Frá því að embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og 18 mál voru felld niður að lokinni rannsókn, 22 mál voru sameinuð öðrum málum, 4 send til annarra embætta, 7 flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld og þá var ein ákæra afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggir á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján slíkum málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm málum. Embætti sérstaks saksóknara hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Ólafur Þór Hauksson, sem tók á sínum tíma að sér það verkefni, sem sérstakur saksóknari, að stýra rannsóknum á meintum efnahagsbrotum í bankahruninu, var skipaður héraðssaksóknari í október árið 2015. Þrátt fyrir að nítján hrunmálum hefur lokið með dómi er ekki þar með sagt að þau séu endanlega til lykta leidd. Þannig greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því í nóvember á síðasta ári að dómþolar í þremur hrunmálum, þar á meðal Sigurjón Þ. Árnason, hefðu leitað til endurupptökunefndar og krafist endurupptöku mála sinna vegna nýlegra upplýsinga um hlutafjáreign dómara í föllnu bönkunum þremur. Þá hafa sakborningarnir í Al Thani-málinu svonefnda kvartað til Mannréttindadómstóls Evrópu af sömu ástæðu. Hefur dómstóllinn þegar krafið íslensk stjórnvöld svara við nokkrum spurningum um málsmeðferð saksóknara og dómstóla í málinu. Dómstóllinn getur ekki fellt dóma íslenskra dómstóla úr gildi. Hann leggur hins vegar mat á það hvort íslenska ríkið hafi brotið gegn sakborningunum þannig að í bága fari gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu.11 tengdir Kaupþingi sakfelldir Eins og áður var nefnt hafa þyngstu refsidómarnir fyrir brot framin í aðdraganda hrunsins fallið í málum sem beinast að störfum Kaupþings. Ellefu manns, sem tengdust bankanum, annaðhvort sem starfsmenn eða viðskiptavinir, hafa verið dæmdir í samanlagt 35 ára fangelsisvist á síðustu árum. Áðurnefndur Hreiðar Már var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu, sex mánaða fangelsi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og loks eins árs fangelsi í héraði í Marple-málinu á síðasta ári, en þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Auk þess er beðið dómsmeðferðar í tveimur málum til viðbótar sem bankastjórinn fyrrverandi er ákærður í. Annað þeirra er kennt við Chesterfield eða CLN-skuldabréf, en Hæstiréttur ómerkti í fyrra sýknudóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Magnús Guðmundsson, sem hefur hlotið þyngstu mögulegu refsingu samkvæmt refsirammanum, fékk fjögurra og hálfs árs dóm vegna aðildar sinnar að Al Thani-málinu og átján mánaða dóm í héraði í Marple-málinu. Hann er einnig ákærður fyrir umboðssvik í Chesterfield-málinu ásamt þeim Hreiðari Má og Sigurði Einarssyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar í Al Thani-málinu og eins árs vistar í markaðsmisnotkunarmáli bankans. . Sex fyrrverandi starfsmenn Kaupþings til viðbótar voru sakfelldir í markaðsmisnotkunarmálinu, þar á meðal þeir Ingólfur Helgason, sem stýrði starfsemi bankans á Íslandi, sem hlaut fjögurra og hálfs árs dóm, og Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána, sem fékk tveggja og hálfs árs dóm. Þá hafa tveir hlotið fangelsisdóma í málum sem tengjast starfsemi Kaupþings fyrir hrun án þess að hafa starfað hjá bankanum. Ólafur Ólafsson, sem var á meðal stærstu hluthafa Kaupþings, hlaut sem kunnugt er fjögurra og hálfs árs dóm í Al Thani-málinu og þá var fjárfestirinn Skúli Þorvaldsson dæmdur í hálfs árs fangelsi í héraði í Marple-málinu.Glitnismenn í 25 ára fangelsi Þyngstu dómarnir sem fallið hafa í málum er varða störf Glitnis féllu í BK-44 málinu í desember árið 2015. Þá voru fjórir fyrrverandi starfsmenn bankans dæmdir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik vegna 3,8 milljarða króna lánveitingar bankans til félags í eigu Birkis Kristinssonar, sem starfaði í einkabankaþjónustu bankans, en fjármunirnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Glitni. Birkir hlaut fjögurra ára dóm rétt eins og verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson. Jóhannes Baldursson var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, í tveggja ára fangelsi. Lárus Welding hlaut fimm ára fangelsisdóm í héraði í Stím-málinu, en dómurinn var kveðinn upp seint á síðasta ári, og eins árs dóm, einnig í héraði, í Aurum-málinu. Báðum dómunum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í síðarnefnda málinu hlaut Magnús Arnar jafnframt tveggja ára dóm. Hins vegar var sýknað af ákæru á hendur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem var einn af aðaleigendum Glitnis, og Bjarna Jóhannessyni, fyrrum viðskiptastjóra hjá bankanum. Lárus Welding er einnig ákærður, ásamt fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, í markaðsmisnotkunarmáli bankans. Aðalmeðferð málsins í héraði lauk í byrjun mánaðarins og verður dómur kveðinn upp innan fárra vikna. Þá má geta þess að Jóhannes Baldursson og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, hlutu báðir dóm í héraði í Stím-málinu. Var Jóhannes dæmdur í tveggja ára fangelsi en Þorvaldur Lúðvík átján mánaða.Færri mál varða Landsbankann Færri mál hafa komið til kasta dómstóla sem varða störf gamla Landsbankans heldur en hinna bankanna tveggja. Sjö manns, sem tengdust bankanum, hafa verið dæmdir til samanlagt 13 ára fangelsisvistar vegna efnahagsbrota fyrir hrun. Umfangsmesta málið var markaðsmisnotkunarmál bankans en héraðsdómari greip til þess ráðs að skipta því í tvennt. Í fyrri hluta málsins, sem er jafnan kennt við Ímon, var Sigurjón Þ. Árnason dæmdur í Hæstarétti í þriggja og hálfs árs fangelsi, Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Landsbankans, í 18 mánaða fangelsi og Steinþór Gunnarsson, sem gegndi starfi forstöðumanns verðbréfamiðlunar, í níu mánaða fangelsi. . Í seinni hluta málsins var Sigurjón einnig sakfelldur og dæmdur til eins árs og sex mánaða fangelsisvistar. Auk hans hlaut Ívar Guðjónsson tveggja ára dóm, Júlíus S. Heiðarsson eins árs dóm og Sindri Sveinsson níu mánaða dóm, en þeir störfuðu allir í deild eigin viðskipta bankans.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira