Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið. Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. Annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hefst á mánudaginn. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið, segir að samstundis muni vinnuvikan styttast hjá flestum þessara starfsmanna.Vísir verður með beina útsendingu frá málþingi um verkefnið sem hefst klukkan 9. Magnús segir niðurstöðurnar líta vel út eftir að fyrsta áfanga verkefnisins er lokið. „Við erum að mæla starfsánægju, líkamleg einkenni álags, andleg einkenni álags, starfsanda og fleira,“ segir Magnús. Svo er fylgst með veikindafjarvistum og fleiru. „Í leikskólanum var veikindahlutfall að lækka um 3-3,5 prósent á milli ára,“ segir hann. Tilgangurinn með áfanga tvö í verkefninu er meðal annars að sjá langtímaáhrif á þá starfsmenn sem taka þátt. „En líka að sjá þetta á öðrum starfsstöðum, eins og búsetukjörnum,“ segir hann. Magnús segir að hugmyndin að baki verkefninu sé sú að ánægður starfsmaður sé betri starfsmaður. Hann komi úthvíldari og léttari til leiks þegar vinnustundirnar eru færri. Hann skipuleggi sig með þeim hætti að það sé hvatning að vera búin fyrr og þannig hefur reynslan verið. „Þeir stjórnendur sem hafa verið inni í verkefninu tala um að það hafi dregið úr skreppi,“ segir Magnús. Fólk tímastillir verkefni sín, hvort sem það er að fara í klippingu eða til læknis, út frá frítímanum sem það hefur í stað þess að skreppa í vinnunni. „Yfirmenn geta því gengið að starfsmönnum sínum vísum í húsi,“ segir Magnús.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30