Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. febrúar 2018 06:30 Horst Seehofer, leiðtogi CSU, Angela Merkel, leiðtogi CDU, og Martin Schulz, leiðtogi SPD, á góðri stund. Vísir/AFP Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Angela Merkel mun halda sæti sínu sem kanslari Þýskalands eftir að flokkur hennar, Kristilegir demókratar (CDU/CSU), komst að samkomulagi um stjórnarmyndun við Jafnaðarmannaflokkinn (SPD). Flokkarnir störfuðu einnig saman á nýliðnu kjörtímabili og nú, nærri fimm mánuðum eftir þingkosningar, þykir ljóst að það samstarf sé ekki á enda þrátt fyrir kosninganæturfullyrðingar Martins Schulz, leiðtoga SPD, um að flokkur hans ætlaði að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Ef ríkisstjórnin, hið svokallaða Große Koalition, eða stórbandalag, heldur út kjörtímabilið verður Merkel því kanslari til 2021 hið minnsta. Á þeim tímapunkti væri Merkel búin að sitja í sextán ár. Sé litið til forvera hennar myndi Merkel deila öðru sætinu yfir þá kanslara Þýskalands, og forvera þess, sem hafa setið lengst. Einungis Otto von Bismarck sat lengur, hann vantaði einn dag upp á að hafa setið 23 ár. Í næstu sætum koma svo þeir Konrad Adenauer sem sat 14 ár og Adolf Hitler sem sat 12 ár. Fjórtán dagar eru í dag þar til Merkel hrifsar fjórða sætið af nasistanum. Þegar ljóst var á kosninganótt að það stefndi í strembna stjórnarmyndun lýstu margir stjórnmálaskýrendur því yfir að þrátt fyrir kosningasigurinn stefndi í ærið verkefni fyrir kanslarann. Það verkefni varð svo enn erfiðara þegar stjórnarmyndunarviðræður um svokallað Jamaíkubandalag við Frjálslynda demókrata og Græningja gengu ekki upp. SPD höfðu áður sagst ekki ætla að vera með og ótækt þótti að mynda stjórn með þjóðernishyggjumönnunum í AfD. Svo virtist sem kosningar væru á næsta leiti.Kanslaratíð Angelu Merkel verður líklegast orðin sextán ára löng þegar næstu kosningar fara fram, en hún heldur sæti sínu sem kanslari.Vísir/AFPAtkvæðagreiðsla í mars En nú hefur tekist að hamra saman stjórn og bíða Schulz og Merkel einungis eftir því að flokksmenn samþykki samstarfið. Meiri óánægja hefur verið innan raða SPD um áframhaldandi samstarf en greinendum BBC þykir líklegt að flokksmenn samþykki að framlengja líf stórbandalagsins vegna þess hve hagstætt samkomulagið er flokknum. Meirihluti 463.000 flokksmanna þarf að samþykkja samstarfið og er búist við því að atkvæðagreiðsla standi yfir fram í mars. Jafnaðarmenn fá meðal annars fjármála- og efnahagsráðuneytið, utanríkisráðuneytið og vinnumálaráðuneytið samkvæmt hinu nýja samkomulagi. Reuters greindi frá því að líklegt þyki að innkoma SPD í fjármála- og efnahagsráðuneytið muni þýða breytingar á evrusvæðisstefnu Þýskalands. Muni Þjóðverjar ekki lengur einblína á niðurskurð skuldugra ríkja innan evrusvæðisins. Þá þykir einnig líklegt að áform um að verja milljörðum evra í menntamál, heilbrigðismál og varnarmál muni friða SPD-liða. Þess vegna héldu greinendur Politico því fram í gær að ólíklegt væri að SPD hafni samkomulaginu. Flokkurinn er hins vegar í mikilli lægð, mælist í um 17 prósentum. Samkvæmt erlendum miðlum ætlar Schulz að láta af formennsku til að taka við utanríkisráðuneytinu og mun Andrea Nahles taka við formannssætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira