Hagvöxtur á Norðurlöndum mestur á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. vísir/anton brink Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við. Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Hagvöxtur á Norðurlöndunum er mestur á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region. Í skýrslunni kemur jafnfram framt að hvað varðar tekjur miðað við höfðatölu saxa Íslendingar á forskot Norðmanna og þá er atvinnustig hvergi hærra í Evrópu en einmitt hér á landi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að sama skapi er brottfall úr skóla mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Í skýrslunni eru lykiltölur frá norrænu löndunum teknar saman, greindar og svo bornar saman þvert á landamæri og svæði. Á meðal þess sem kemur fram í State of the Nordic Region er að íbúum á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2007 til 2017 en það er yfir meðaltali á Norðurlöndum. „Þessi fjölgun hefur orðið þrátt fyrir hlutfallslega færri innflytjendur en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem fólksfjölgunin helgast að mestu leyti af alþjóðlegum fólksflutningum. Í tengslum við skýrsluna er einnig unnið svonefnt Regional Potential Index en sú vísitala mælir framtíðarhorfur allra 74 stjórnsýslusvæða Norðurlanda og þau borin saman við hvert annað. Íslensku svæðin rjúka upp listann ásamt þeim færeysku og að hluta til sænsku. Stokkhólmur er það svæði Norðurlandanna sem stendur sterkast allra. Aftur á móti falla sum svæði í Noregi langt niður listann, en Finnland vermir þó botnsætið þegar á heildina er litið,“ segir í tilkynningu ráðherranefndarinnar vegna útgáfu skýrslunnar en það er Nordregio, rannsóknarstofnun nefndarinnar um byggðaþróun og skipulag, sem annast samantekt skýrslunnar sem kemur út annað hvert ár. „Það kemur ekki á óvart að við sjáum greinilegan vöxt á Íslandi í samanburði við önnur norræn lönd, að hluta til vegna þess að efnahagshrunið kom hart niður þar og að hluta til vegna innspýtingar frá ferðaþjónustunni. Það má því með sanni segja að þróunin hafi snúist verulega á síðustu árum, “ segir Kjell Nilsson, forstöðurmaður Nordregio, í tengslum við útgáfu skýrslunnar. „Að sjálfsögðu má velta fyrir sér hvort svo mikill hagvöxtur sé sjálfbær. Ef litið er á heildarmyndina gengur samt mjög vel víðast hvar á Íslandi. Það er ekki bara höfuðborgarsvæðið sem á velgengni að fagna eins og sjá má á Regional Potential vísitölunni okkar, “ bætir hann við.
Norðurlönd Tengdar fréttir Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22 Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Teikn á lofti um aukna verðbólgu Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, varpar ljósi á áður óþekkta áhrifaþætti verðbólgu. 4. febrúar 2018 17:22
Hægir töluvert á hagvexti Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015. 11. desember 2017 12:37
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. 7. febrúar 2018 09:00