Sport

„Taktu á þessu“

Telma Tómasson skrifar
Skjáskot
Allt logaði í eldheitri umræðu eftir keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamni í hestaíþróttum eftir að Fjölnir Þorgeirsson skellti spurningu á fyrsta knapa í braut, Sigurð Sigurðarson, í beinni útsendinu á Stöð 2 sport og sýndist sitt hverjum. Fékk Fjölnir bæði lof fyrir að spyrja um bleika fílinn í stofunni, það sem margir hafa skeggrætt um síðustu ár að knapar mæti á lánshestum korteri fyrir mót, og einnig ákúrur fyrir dónaskap við keppanda.

„Þetta gekk ekki eins og þú vonaðist til?...Þetta er nýr hestur, greipstu hann í Hveragerði?“ spurði Fjölnir meðal annars og klikkti út með: „Taktu á þessu.“

Fagleg, fróðleg og skemmtileg umræða verður um fjórgangskeppnina í Meistaradeild Cintamani á Stöð 2 sport í kvöld klukkan 21:10. Gestir eru Ólafur Árnason yfirdómari og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Rætt verður meðal annars um einstakar sýningar, dóma í keppni, beislisbúnað og verður hinni umdeildu spurningu velt upp, sem sjá má í meðfylgjandi myndbroti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×