Dow Jones aftur niður um meira en þúsund stig Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 22:07 Rétt fyrir lokun markaða í Kauphöllinni í New York í dag. Vísir/Getty Hlutabréfavísitalan Dow Jones féll í dag um rúmlega 1.000 stig, eða 4,15 prósent. Er þetta í annað skiptið á fjórum dögum sem vísitalan lækkar um meira en þúsund stig. S&P 500 vísitalan lækkaði einnigí dag um 100,58 stig eða 3,75 prósent. Þá lækkaði Nasdaq vísitalan um 3,9 prósent eða 274,8 stig.Í frétt á vef BBC segir að lækkanir hafi verið á mörkuðum víða um Evrópu í dag líkt og vestanhafs. Þannig hafi breska FTSE 100 vísitalan lækkað um 106,73 stig, eða 1,49 prósent. Dow Jones lækkaði á mánudaginn um 1.175 stig eða 4,6 prósent og var það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í fjármálahruninu 2008. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017. Í frétt BBC segir að menn óttist að sterk staða alþjóðahagkerfisins muni ýta undir verðbólgu og auka vexti. Tengdar fréttir Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. 6. febrúar 2018 21:00 Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Óttast ekki hrun þrátt fyrir skarpa lækkun Rauðar tölur hafa einkennt hlutabréfamarkaði í morgun. 6. febrúar 2018 07:07 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréfavísitalan Dow Jones féll í dag um rúmlega 1.000 stig, eða 4,15 prósent. Er þetta í annað skiptið á fjórum dögum sem vísitalan lækkar um meira en þúsund stig. S&P 500 vísitalan lækkaði einnigí dag um 100,58 stig eða 3,75 prósent. Þá lækkaði Nasdaq vísitalan um 3,9 prósent eða 274,8 stig.Í frétt á vef BBC segir að lækkanir hafi verið á mörkuðum víða um Evrópu í dag líkt og vestanhafs. Þannig hafi breska FTSE 100 vísitalan lækkað um 106,73 stig, eða 1,49 prósent. Dow Jones lækkaði á mánudaginn um 1.175 stig eða 4,6 prósent og var það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í fjármálahruninu 2008. Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017. Í frétt BBC segir að menn óttist að sterk staða alþjóðahagkerfisins muni ýta undir verðbólgu og auka vexti.
Tengdar fréttir Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. 6. febrúar 2018 21:00 Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35 Óttast ekki hrun þrátt fyrir skarpa lækkun Rauðar tölur hafa einkennt hlutabréfamarkaði í morgun. 6. febrúar 2018 07:07 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. 6. febrúar 2018 21:00
Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008 Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008. 5. febrúar 2018 21:35
Óttast ekki hrun þrátt fyrir skarpa lækkun Rauðar tölur hafa einkennt hlutabréfamarkaði í morgun. 6. febrúar 2018 07:07