Þjóðverjar efast um ágæti nýrrar ríkisstjórnar í landinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. febrúar 2018 06:00 Á myndinni eru Horst Seehofer, CSU, Angela Merkel, CDU, og Martin Schulz, SPD. Vísir/AFP Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Allnokkrir þýskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir á að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD) lifi út kjörtímabilið. Tilkynnt var um að samkomulag hefði náðst á miðvikudag eftir langvarandi stjórnarkreppu í landinu. Enn eiga flokksmenn þó eftir að greiða atkvæði um samstarfið og því er ekkert í höfn þótt líklegt teljist að samstarf flokkanna í ríkisstjórn verði samþykkt. Kurt Kister, ritstjóri dagblaðsins Süddeutsche Zeitung, sagði í leiðara sínum í gær að ríkisstjórnin ætti ekki eftir að endast lengi. Þýska blaðið Bild lýsti einnig áhyggjum sínum og á forsíðunni stóð „Kanslari sama hvað“. Vildi miðillinn meina að Merkel hefði selt sig Jafnaðarmannaflokknum og lagt stefnumál sín til hliðar til að ná að mynda stjórn. „Merkel gefur SPD stjórntaumana,“ sagði enn fremur í Bild.Sjá einnig: Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel Reuters greinir frá því að Merkel þurfi nú að verja samkomulag sem sé flokki hennar óhagstætt. Flokkurinn missi meðal annars hið mikilvæga fjármála- og efnahagsráðuneyti í skiptum fyrir áframhaldandi veru Merkel í kanslarastólnum. Þá segi andstæðingar samkomulagsins að þrátt fyrir það hafi jafnaðarmönnum mistekist að draga CDU til vinstri. Áfram stefni í aðhald í ríkisrekstri. Jafnaðarmannaflokkurinn er í mikilli lægð og sagði Martin Schulz, leiðtogi flokksins, á kosninganótt að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu vegna lélegs gengis í kosningunum. Fékk flokkurinn rétt rúm 20 prósent atkvæða og hafði ekki fengið minna frá því fyrir seinna stríð. Nú mælist flokkurinn hins vegar með enn minna fylgi, 18 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira