„Íslenska“ liðið sem vann Ólympíugull fyrir næstum því hundrað árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 11:30 Winnipeg Fálkarnir. Heimasíða IIHF. Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu. Ólympíuleikar Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Það eru 98 ár síðan „Íslendingar“ unnu sitt fyrsta og eina Ólympíugull en þrátt fyrir íslensku áhrifin í sigurliðinu þá er titilinn skráður í metabækur Kanadamanna. Ísland hefur aldrei unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum en lið skipað Vestur-Íslendingum vann hinsvegar Ólympíugull á leikunum í Antwerpen í Belgíu 1920. Vestur-Íslendingarnir hjálpuðu Kanada þá að vinna fyrsta Ólympíusmeistaratitilinn í íshokkí. Keppnin fór þá fram á sumarleikunum og er eina íshokkíkeppni sögunnar sem var ekki á vetrarólympíuleikunum. Fálkarnir frá Winnipeg voru skipaðir leikmönnum af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga. Allir leikmenn liðsins voru ættaðir frá Íslandi fyrir utan einn kanadískan varamann. Það má lesa allt um liðið hér. Liðið var skipað vinum sem komu úr litlu samfélagi Vestur-Íslendinga en þeim var meinað að taka þátt í aðalíshokkídeild Winnipeg. Það er eina aðalástæðan fyrir því að það voru nær eingöngu afkomendur Vestur-Íslendinga í þessu liði. Þrátt fyrir að fá ekki að spila með öðrum liðum vegna ætternis síns þá gáfu þeir næstum því allir kost á sér í kandadíska herinn. Sjö af átta leikmönnum Fálkanna börðust í fyrri heimsstyrjöldinni og tveir leikmenn létust í stríðinu. Hinir snéru til baka og settu liðið aftur saman. Umfjöllun Alþjóðaíshokkísambandsins um það þegar Íslendingar réðu íshokkíheiminum má lesa hér. Liðið var frábært og stóð uppi sem sigurvegari í Allan-bikarnum tímabilið 1919-20 sem var kanadíska meistaramótið. Fyrir vikið fóru þeir til Antwerpen sem fulltrúar Kanada. Winnipeg Fálkarnir vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum þar af 12-1 sigur á Svíum í úrslitaleiknum. Mörk „íslenska“ liðsins í úrslitaleiknum skoruðu þeir Frank Fredrickson (7), Haldor Halderson (2), Chris Fridfinnson, Magnus Goodman og Robert Benson. Auk þerra voru í liðinu þeir Walter Byron (markvörður), Konrad Johannesson og Allan Woodman. Hér fyrir neðan má síðan sjá endurgerð Historica Canada á ræðunni fyrir úrslitaleikinn á móti Svíum. Kannski ekkert skrýtið að þeir unnu leikinn 12-1. Sigurður Franklin Friðriksson sem kallaði sig Frank Fredrickson var fyrirliði liðsins og aðalmarkaskorari. Hann var sonur John W. Frederickson (1867-1922) og Guðlaugar Snjólflínu Frederickson (1861-1928). Á leið sinni heim til Kanada eftir Ólympíuleikana þá stoppaði hann á Íslandi og tók þátt í tilraunaflugi þá nýstofnaðs Flugfélag Íslands. Hann varð einnig Íslandsmeistari í kúluvarpi áður en hann fór aftur til Kanada. Það má lesa meira um ævi hans hér. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Kanada þar sem er fjallað um Ólympíumeistaralið Vestur-Íslendinga frá því fyrir 98 árum síðan. Þar eru menn ekki að fela íslensku áhrifin í gulliðinu.
Ólympíuleikar Mest lesið Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira