Fjöldi lækna handtekinn fyrir að gagnrýna aðgerðir Tyrklands í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 11:07 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir forsvarsmenn Læknasamtaka landsins vera svikara. Vísir/AFP Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna. Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands hafa handtekið forsvarsmann Læknasamtaka Tyrklands og leiðtoga tíu annarra verkalýðsfélaga lækna eftir að Samtökin gagnrýndu í síðustu viku aðgerðir Tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Saksóknari gaf út handtökuskipun á mönnunum í morgun og voru þeir handteknir í átta héruðum Tyrklands í dag. Minnst 300 Tyrkir hafa sömuleiðis verið handteknir fyrir að gagnrýna aðgerðirnar og yfirvöld Tyrklands á samfélagsmiðlum frá því sókn þeirra inn í Afrinhérað hófst fyrir tíu dögum. „Hver átök, hvert stríð, skapar líkamleg, sálræn og samfélagsleg heilbrigðisvandamál og veldur hörmungum. Nei geng stríði. Frið núna strax.“ Svo hljóðaði yfirlýsing Læknasamtaka Tyrklands. Í samtali við blaðamenn Reuters segir lögmaður Læknasamtaka Tyrklands að læknarnir séu sakaðir um „áróður til stuðnings hryðjuverkasamtökum“ og að „ögra almenningi“. Hann sagði þetta í fyrsta sinn sem forysta samtakanna væri handtekin eins og hún leggur sig.Eftir að læknasamtökin mótmæltu aðgerðunum sakaði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, samtökin um landráð. Hann sagði læknana vera gengi þræla og þjóna heimsvaldastefnu. Þá sagði hann þá vera ógeðslega og að afstaða þeirra væri án heiðurs. Eftir að yfirlýsing samtakanna var gefin út sögðu Læknasamtökin að meðlimum þeirra hefði borist fjölda hótana úr öllum áttum. Samtökin Physicians for Human Rights fordæmdu ógnanirnar í kjölfarið. „Það lýsir slæmu ástandi í Tyrklandi að hópur lækna geti ekki sent frá sér friðsama yfirlýsingu án þess að vera hótað líkamsmeiðingum og fordæmdir af þjóðarhöfðingja Tyrklands. Heilbrigðisstarfsmenn eiga að búa yfir frelsi til að tjá sig um ógnanir gegn heilsu fólks án þess að þurfa að óttast hefndaraðgerðir,“ sagði í yfirlýsingu samtakanna.
Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Borgarastyrjöld síðustu sjö ára hefur valdið ómetanlegu tjóni á sýrlenskum fornminjum. Fornt hof í Afrin bætist nú við listann. Yfir fimmtíu almennir borgarar hafa farist í aðgerðum Tyrkja í Afrin. 30. janúar 2018 06:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00
Tyrkir hyggjast sækja að Írak Tyrkneski herinn er tilbúinn til þess að sækja alla leið austur að landamærum Sýrlands og Íraks í aðgerðum sínum gegn YPG, hersveitum Kúrda. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í gær. Ítrekaði hann að næst myndu Tyrkir taka borgina Manbij. 27. janúar 2018 07:00