Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjá meira
„Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00
„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00