„Við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp“ Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 21:00 Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira
Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Sjá meira