„Við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp“ Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 21:00 Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“ Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Aðeins fimmtungur innflytjenda tekur þátt í sveitarstjórnarkosningum hér á landi og hefur hlutfallið farið minnkandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum starfshóps um kosningaþátttöku í borginni. Ungt fólk og eldri konur mæti einnig afar illa á kjörstað. Starfshópur á vegum borgarinnar hefur undanfarið kannað kosningaþátttöku ólíkra þjóðfélagshópa og leitað leiða til að auka þátttöku í borgarstjórnarkosningum. Hópurinn telur sérstakt áhyggjuefni að þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosningum hefur minnkað umtalsvert undanfarinn rúman áratug. Þannig var hún fyrst mæld 2006 og var þá um 40% og aftur 2014, en þá var hún komin niður í 21%. „Margir innflytjendur vita einfaldlega ekki að þeir séu komnir með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og svo upplifa þau líka að það sé ekki verið að tala við þau og þetta komi þeim ekki beint við,“ segir Unnur Margrét Arnardóttir, formaður starfshóps um aukna kosningaþátttöku. Vinna hópsins var tekin fyrir á opnum fundi í Ráðhúsinu í dag undir heitinu Skipti ég máli? Kemur þetta mér við? Unnur Margrét segir þetta líklega kjarna málsins, enda finnist stórum þjóðfélagshópum að þeir skipti einfaldlega ekki máli. Hún bendir á að staðan sé svipuð þegar kemur að ungu fólki. Þrátt fyrir að þátttaka þess hóps sé talsvert betri en innflytjenda þyki því oft eins og stjórmálaflokkar beini skilaboðum sínum að einsleitum hópi miðaldra fólks, tali flókna íslensku og láti kjör hinna yngri sig litlu varða. „Ég held að stóra niðurstaðan sé að við þurfum að muna að við erum að tala við fjölbreyttan hóp. Um leið og við munum það þá orðum við hlutina öðruvísi og höfum þá aðgengilega á annan hátt.“Finnst þær ekki skipta nægilegu máliAthygli vekur að konur 80 ára og eldri eru í hópi þeirra sem taka sérstaklega lítinn þátt. Framan af er þátttaka kvenna í kosningum betri en karla –á meðan staðan snýst viðþegar komið er framyfir eftirlaunaaldur. „Og kannski finnst þessum konum að þær skipti ekki nægilega miklu máli til að það taki því að þær fari á kjörstað. Og það er rosalega sorgleg skoðun,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur. Guðrún segir þessar konur oft ekki hafa upplifað sömu jafnréttisbyltingar og þær sem yngri eru og sé því sérstaklega mikilvægt að hvetja þær til þátttöku. Hún kveðst þess þó fullviss að staðan muni breytast hratt á næstu árum. „Ég held að í framtíðinni þá muni allar þessar konur sem nú eru að stíga fram, og MeToo-byltingin og allt það sem hefur verið að gerast, það muni gera það að verkum að konur verða 110 ára að mæta á kjörstað.“
Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira