Ferðamenn að bíða eftir rútu leita skjóls á hárgreiðslustofu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ferðamenn bíða eftir rútu í Tryggvagötu. vísir/eyþór „Mér finnst eins og ég sé á Manhattan, það er alltaf svo mikið af fólki hérna fyrir utan hjá mér,“ segir Svavar Örn á hárgreiðslustofunni Senter í Tryggvagötu. Safnstæði fyrir rútur erlendra ferðamanna eru á nokkrum stöðum í miðbænum, meðal annars á Tryggvagötu við Senter og Hótel 1919. Svavar segir að oft sé örtröð af norpandi fólki framan við stofu hans snemma á morgnana sem fái litla sem enga þjónustu.Svavar Örn hárgreiðslumeistari í Senter.vísir/anton brink„Það er bara staur en ekkert biðskýli eða neitt fyrir þetta fólk. Það er bara sett út á götu og svo er ekki ein ruslatunna,“ segir Svavar. Umleitan til borgarinnar hafi engan árangur borið. „Hótelstjórinn á 1919 og við erum að tína upp sígarettustubba og alls kyns drasl eftir fólkið,“ segir hárgreiðslumeistarinn ósáttur. Að sögn Svavars hefur hann ekki verið boðaður á einn fund vegna málsins. „Ég fagna því að hafa alla þessa túrista sem lita mannlífið en finnst afar sérstakt hvað við hugsum illa um þá,“ segir hann. Þegar veður séu vond og teygist úr bið ferðmannanna leiti þeir inn á hárgreiðslustofuna þar sem sé sjálfvirk hurð. Sumir vilji komast á snyrtingu. „Það á til að kólna mikið hjá mér á morgnana og leiðinlegt að þurfa endalaust að biðja fólk um að vera úti – eða þá inni svo við króknum ekki.“ Svavar segir að stæði við Tryggvagötuna hafi í skjóli nætur verið tekin undir rútur ferðamannanna. „Það eru eiginlega engin stæði eftir fyrir hinn almenna Íslending sem ætlar að sækja þjónustu hér í miðborginni. Ég er alveg hissa á að Öryrkjabandalagið eða Félag eldri borgara hafi ekki gert meira veður út af þessu því það er nánast útilokað að vera fótfúinn að sækja þjónustu í miðbæinn. Þetta er ekki boðlegt.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
„Mér finnst eins og ég sé á Manhattan, það er alltaf svo mikið af fólki hérna fyrir utan hjá mér,“ segir Svavar Örn á hárgreiðslustofunni Senter í Tryggvagötu. Safnstæði fyrir rútur erlendra ferðamanna eru á nokkrum stöðum í miðbænum, meðal annars á Tryggvagötu við Senter og Hótel 1919. Svavar segir að oft sé örtröð af norpandi fólki framan við stofu hans snemma á morgnana sem fái litla sem enga þjónustu.Svavar Örn hárgreiðslumeistari í Senter.vísir/anton brink„Það er bara staur en ekkert biðskýli eða neitt fyrir þetta fólk. Það er bara sett út á götu og svo er ekki ein ruslatunna,“ segir Svavar. Umleitan til borgarinnar hafi engan árangur borið. „Hótelstjórinn á 1919 og við erum að tína upp sígarettustubba og alls kyns drasl eftir fólkið,“ segir hárgreiðslumeistarinn ósáttur. Að sögn Svavars hefur hann ekki verið boðaður á einn fund vegna málsins. „Ég fagna því að hafa alla þessa túrista sem lita mannlífið en finnst afar sérstakt hvað við hugsum illa um þá,“ segir hann. Þegar veður séu vond og teygist úr bið ferðmannanna leiti þeir inn á hárgreiðslustofuna þar sem sé sjálfvirk hurð. Sumir vilji komast á snyrtingu. „Það á til að kólna mikið hjá mér á morgnana og leiðinlegt að þurfa endalaust að biðja fólk um að vera úti – eða þá inni svo við króknum ekki.“ Svavar segir að stæði við Tryggvagötuna hafi í skjóli nætur verið tekin undir rútur ferðamannanna. „Það eru eiginlega engin stæði eftir fyrir hinn almenna Íslending sem ætlar að sækja þjónustu hér í miðborginni. Ég er alveg hissa á að Öryrkjabandalagið eða Félag eldri borgara hafi ekki gert meira veður út af þessu því það er nánast útilokað að vera fótfúinn að sækja þjónustu í miðbæinn. Þetta er ekki boðlegt.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent