Barnabarn Bobby Kennedy svarar stefnuræðu Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 23:30 Joe Kennedy er ein helsta vonarstjarna demókrata. Vísir/Getty Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump sem flutt verður í nótt. Joe Kennedy eins og hann er kallaður er fulltrúardeildarþingmaður Massachusetts. Eins og áður segir er hann barnabarn Robert Kennedy, sem skotinn var til bana árið 1968 er hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þá er hann frændi John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem einnig var skotinn til bana.Robert, til vinstri, og John F. Kennedy voru bræður og nánir samstarfsmenn á sínum tíma.Vísir/GettyHinn 37 ára gamli Kennedy sem tekið hefur við keflinu í hinni þekktu Kennedy-fjölskyldu hefur vakið mikla athygli að undaförnu fyrir gagnrýni hans á tilraunir repúblikana til þess að afnema Obamacare úr gildi. Talið er að demókratar ætli sér að reyna að höfða til verkamanna sem og miðstéttarfólks með valinu á Kennedy en búist er við að 40 milljónir manns muni horfa á stefnuræðu Trump. Verður það verkefni Kennedy að svara og andmæla Trump. Mun hann feta í fótspor Edward Kennedy, bróður Robert og John, sem flutti svar demókrata við stefnuræðu Ronald Reagan árið 1982. Margir bíða spenntir eftir fyrstu stefnuræðu Trump en búist er við því að þar muni hann eigna sér gott ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Horfa má á útsendingu frá stefnuræðunni hér að neðan en mun Trump flytja hana klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fulltrúardeildarþingmaðurinn Joseph Kennedy III, barnabarn Robert Kennedy, og ein helsta vonarstjarna demókrata í Bandaríkjunum mun flytja svar flokksins við fyrstu stefnuræðu Donald Trump sem flutt verður í nótt. Joe Kennedy eins og hann er kallaður er fulltrúardeildarþingmaður Massachusetts. Eins og áður segir er hann barnabarn Robert Kennedy, sem skotinn var til bana árið 1968 er hann bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þá er hann frændi John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna sem einnig var skotinn til bana.Robert, til vinstri, og John F. Kennedy voru bræður og nánir samstarfsmenn á sínum tíma.Vísir/GettyHinn 37 ára gamli Kennedy sem tekið hefur við keflinu í hinni þekktu Kennedy-fjölskyldu hefur vakið mikla athygli að undaförnu fyrir gagnrýni hans á tilraunir repúblikana til þess að afnema Obamacare úr gildi. Talið er að demókratar ætli sér að reyna að höfða til verkamanna sem og miðstéttarfólks með valinu á Kennedy en búist er við að 40 milljónir manns muni horfa á stefnuræðu Trump. Verður það verkefni Kennedy að svara og andmæla Trump. Mun hann feta í fótspor Edward Kennedy, bróður Robert og John, sem flutti svar demókrata við stefnuræðu Ronald Reagan árið 1982. Margir bíða spenntir eftir fyrstu stefnuræðu Trump en búist er við því að þar muni hann eigna sér gott ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum. Horfa má á útsendingu frá stefnuræðunni hér að neðan en mun Trump flytja hana klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Trump reynir að ná til kjósenda Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. 30. janúar 2018 12:20