Óauglýst orðið eitt það vinsælasta í World Class: „Vil bara hafa fólk sem er tilbúið að leggja sig fram“ Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 11:30 Birkir Vagn Ómarsson, hefur skotist upp á stjörnuhiminn líkamsræktarþjálfara. Getur komið hverjum sem er í dúndurform. Vísir/Ernir Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður. Heilsa Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Ein vinsælasta þjálfunin í World Class þessa stundina er MGT í umsjón Birkis Vagns Ómarssonar. Yfir 100 manns eru á biðlista þrátt fyrir að Birkir hafi aldrei auglýst það eða látið almennt nokkur mann vita af því. „Þetta byrjaði með einum litlum hóp og á þessum tíma sem eg hef haldið þessari þjálfun úti eru hóparnir núna níu. Það er ótrúleg eftirspurn og í þessum töluðu orðum er um 100 manns á biðlista til að komast að. Það er mjög skemmtilegt þar sem MGT hefur aldrei verið auglýst þannig að þetta er bara gamla gôða orðið sem fer af þjálfuninni,“ segir Birkir. MGT stendur fyrir Metcon Group Training sem hann byrjaði með fyrir rúmum tveimur árum og fara allar æfingar fram í Laugum. Nokkrar stjörnur eru í tímum Birkis eins og Áttan með Nökkva Fjalar fremstan í flokki, Evrópumeistararnir í hópfimleikum og trúlega mætti halda áfram að telja upp. Aðspurður um hvers vegna þetta námskeið sé svona vinsælt segir Birkir að liklegasta skýringin sé sú að það er mikið lagt upp úr hópefli á æfingum og einnig fyrir utan þær en hann hefur staðið fyrir þrekmótum, alls konar skemmtunum og árshátíð svo fátt eitt sé nefnt. „Það er þvi alltaf eitthvað tilefni til að hlakka til fyrir utan æfingarnar sjálfar.“ Töluverð keyrsla er á æfingunum eins og gefur að skilja en fjölbeyttar æfingar eru að hans sögn lykillinn að þvi að fólk kemst í gott form. „Það er mikið um keyrslu á þessum æfingum. Stutt hlaup, æfingar með eigin líkamsþyngd, þungar en einfaldar lyftingar gera það að verkum að hver og einn fær hámarks nýtingu á þessum klukkutíma sem æfingin tekur. Auðvitað er ástæðan fyrir að fólk stundar líkamsrækt mismunandi en þarna er viðkomandi að fá alhliða þjálfun.“ Birkir segir að hann hafi enga sérstakan áhuga á því að fá til sín fólk sem er ekki tilbúið að leggja mikið á sig. Hann fer fram á að þeir sem komist á MGT leggi sig fram. * „Alls konar fólk æfir í MGT, fyrrverandi afreksfólk í íþróttum og fólk sem vill krefjandi en skemmtilegar æfingar. Eg vil bara hafa fólk í MGT sem er tilbúið að leggja sig fram á æfingum, svo einfalt er það,“ segir hann granítharður.
Heilsa Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira