Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí.
Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Aroni Hannesi að svara spurningum Vísis.
Hann mun flytja lagið Golddigger í Háskólabíói 17. febrúar en lagið er eftir Svein Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman.
Hér að neðan má kynnast Aroni betur og fá söguna betur á bakvið lagið sjálft.
Af hverju ákvaðst þú að taka þátt?
„Lagið greip mig frá fyrstu hlustun og þegar að hugmyndin að fara með lagið í söngvakeppnina kom upp. Þá var ég ekki lengi að hugsa mig um og sló til.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur?
„Ef fólk er að fíla lagið þá væri æði ef að fólk myndi kjósa mig. Boltinn endar alltaf hjá þjóðinni.“Uppáhalds íslenska Eurovision lagið og af hverju?
„Tell me sem Einar Ágúst og Telma sungu árið 2000. Vegna þess að þetta sprettur reglulega upp í hausnum á mér og hefur fylgt mér alla tíð síðan. Geggjað lag.“Eftirminnilegasta Eurovison minningin?
„Auðvitað þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í öðru sæti árið 2009. Það var eftirminnilegt.“Uppáhalds erlenda Eurovision lagið og af hverju ?
„In My Dreams með norsku sveitinni WigWam. Þeir kepptu árið 2005, lagið er bara svo gott.“Um hvað fjallar lagið?
„Um mann sem er alveg dáleiddur af stelpu sem er einungis með honum út af peningum.“Lag: Golddigger / Gold Digger
Höfundar lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson, Jóel Ísaksson og Oskar Nyman
Höfundur íslensks texta: Valgeir Magnússon
Höfundar ensks texta: Valgeir Magnússon og Tara Nabavi
Flytjandi: Aron Hannes
Hér má hlusta á Golddigger á íslensku.