Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 10:25 Starfsmenn FEMA hafa dreift vatni og mat til íbúa Púertó Ríkó eftir að fellibylurinn María olli gríðarlegri eyðileggingu þar í september. Vísir/AFP Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Þrátt fyrir að þriðji hver íbúi á Púertó Ríkó sé enn án rafmagns og fólk í dreifbýli eigi erfitt með að nálgast hreint vatn og mat hafa almannavarnir Bandaríkjanna ákveðið að hætta að dreifa matvælum og vatni á eyjunni. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að fellibylurinn María lék eyjuna grátt. Tilkynnt var um ákvörðun FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, í gær. Stjórnvöld á Púertó Ríkó, sem er bandarískt yfirráðasvæði, segjast ekki hafa verið látin vita af ákvörðuninni fyrirfram. Hún sé jafnframt ekki sammála henni, að því er segir í frétt Washington Post. Stjórnendur FEMA segja að stofnunin ætli að fela yfirvöldum á eyjunni og hjálparsamtökum þau neyðargögn sem eftir eru. Nú snúist aðstoðin ekki lengur um neyðarviðbrögð heldur endurreisn. Vísar stofnunin til þess að matvöruverslanir og aðrar sem selja vistir hafi nú nóg af vörum. Þá hafi bankar, hraðbankar og bensínstöðvar tekið aftur til starfa.Nálgast að vera „glæpsamleg vanræksla“Luis Vega Ramos, þingmaður í fulltrúadeild þings Púertó Ríkó, segir að nauðsynjar skorti enn á sumum dreifbýlisstöðum. Þar skorti enn rafmagn til að hægt sé að sjá fólki fyrir vatni og halda nauðsynlegum lyfjum kældum. „Það er enn brýn þörf fyrir mannúðaraðstoð. Það að hún komi ekki frá FEMA er í besta falli vanræksla og í versta falli nálgast það skuggalega að vera glæpsamleg vanræksla,“ segir þingmaðurinn. Þá gagnrýnir Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, ákvörðun FEMA harðlega. Borgin bíði enn eftir fjármunum frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna uppbyggingar og stopult raforkukerfi geri fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir að vinna. „Það er ótrúlegt að þeir segjast vilja hjálpa efnahaginum en hvað á fólk að nota til að kaupa mat? Bitcoin? Ef rafmagnið er ekki nógu stöðugt þýðir það að atvinnuöryggi er ekki nógu stöðugt,“ segir Cruz.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36