Vill nektarmyndirnar niður af verkstæðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. janúar 2018 09:00 Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdarstjóri Samiðnar, vill að karlastéttir líti inn á við í tilefni #MeToo byltingarinnar. vísir/hanna „Við karlarnir eigum að ganga í að fjarlægja þetta allt saman,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um almanök af fáklæddum konum sem prýða marga vinnustaði iðnaðarmanna. Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti ályktun í vikunni í tilefni #MeToo byltingarinnar. Í ályktuninni er lögð áhersla á samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins til að ráðast gegn inngróinni menningu byggðri á mismunun kynjanna í samfélaginu, innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Skorað er á aðildarfélög Samiðnar að hafa frumkvæði að virkri þátttöku í umræðunni gegn kynbundu ofbeldi og kynbundnum vinnumarkaði. „Við erum í karllægu umhverfi og finnum áherslu á að við karlarnir stígum fram og við erum að beina því inn á við hjá okkur að við tökum þessi mál til skoðunar, í hreyfingunni og inni á vinnustöðum,“ segir Þorbjörn um tilefni ályktunarinnar. Hann segir umhugsunarefni hve illa konur endast í iðngreinunum. „Þær sem fara í nám og byrja til dæmis í mannvirkjagerð og bifvélavirkjun, endast stutt. Það getur verið eitthvað í okkar vinnustaðamenningu sem konum fellur ekki við, við höfum ekki skoðað það en það er mjög áhugavert rannsóknarefni.” „Það er mikil karlamenning á þessum vinnustöðum og það getur verið eitthvað í umræðumenningunni og svo náttúrulega þessi almanök af fáklæddum konum á veggjum víða. Allt getur þetta virkað neikvætt á konur,“ segir Þorbjörn. „Við þurfum að fara í að horfa á umhverfið okkar og spyrja okkur; er eitthvað hér sem misbýður konum? Við eigum að taka frumkvæði í þessu karlarnir.“ Aðspurður segir Þorbjörn nauðsynlegt að fá fleiri konur í iðngreinar. „Mér finnst #MeToo gefa okkur tækifæri til að fara í naflaskoðun og spyrja okkur hvað við þurfum að laga til að laða fleiri konur að okkar atvinnugreinum.“ Þorbjörn segir marga í hreyfingunni hafa verið hikandi og jafnvel feimna við umræðuna. „Það er dálítið nýtt að karlasamfélagið stígi inn í umræðuna og einhverjir upplifa kannski að umræðan beinist gegn þeim. Mér finnst þetta ákall um að við breytum viðhorfum og ýmsu sem tíðkast hefur. Ég held að við séum ekki með það mikið af karlrembusvínum í okkar hópi að við getum ekki tekið umræðuna.“ Þorbjörn leggur áherslu á að það skili litlu að dæma fortíðina enda hafi menningin breyst töluvert á síðustu árum. „Við eigum að læra af fortíðinni en það þýðir lítið að dæma hana. Við eigum hins vegar að reyna að virkja sem flesta til að taka þátt í að breyta." Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við karlarnir eigum að ganga í að fjarlægja þetta allt saman,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um almanök af fáklæddum konum sem prýða marga vinnustaði iðnaðarmanna. Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti ályktun í vikunni í tilefni #MeToo byltingarinnar. Í ályktuninni er lögð áhersla á samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins til að ráðast gegn inngróinni menningu byggðri á mismunun kynjanna í samfélaginu, innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Skorað er á aðildarfélög Samiðnar að hafa frumkvæði að virkri þátttöku í umræðunni gegn kynbundu ofbeldi og kynbundnum vinnumarkaði. „Við erum í karllægu umhverfi og finnum áherslu á að við karlarnir stígum fram og við erum að beina því inn á við hjá okkur að við tökum þessi mál til skoðunar, í hreyfingunni og inni á vinnustöðum,“ segir Þorbjörn um tilefni ályktunarinnar. Hann segir umhugsunarefni hve illa konur endast í iðngreinunum. „Þær sem fara í nám og byrja til dæmis í mannvirkjagerð og bifvélavirkjun, endast stutt. Það getur verið eitthvað í okkar vinnustaðamenningu sem konum fellur ekki við, við höfum ekki skoðað það en það er mjög áhugavert rannsóknarefni.” „Það er mikil karlamenning á þessum vinnustöðum og það getur verið eitthvað í umræðumenningunni og svo náttúrulega þessi almanök af fáklæddum konum á veggjum víða. Allt getur þetta virkað neikvætt á konur,“ segir Þorbjörn. „Við þurfum að fara í að horfa á umhverfið okkar og spyrja okkur; er eitthvað hér sem misbýður konum? Við eigum að taka frumkvæði í þessu karlarnir.“ Aðspurður segir Þorbjörn nauðsynlegt að fá fleiri konur í iðngreinar. „Mér finnst #MeToo gefa okkur tækifæri til að fara í naflaskoðun og spyrja okkur hvað við þurfum að laga til að laða fleiri konur að okkar atvinnugreinum.“ Þorbjörn segir marga í hreyfingunni hafa verið hikandi og jafnvel feimna við umræðuna. „Það er dálítið nýtt að karlasamfélagið stígi inn í umræðuna og einhverjir upplifa kannski að umræðan beinist gegn þeim. Mér finnst þetta ákall um að við breytum viðhorfum og ýmsu sem tíðkast hefur. Ég held að við séum ekki með það mikið af karlrembusvínum í okkar hópi að við getum ekki tekið umræðuna.“ Þorbjörn leggur áherslu á að það skili litlu að dæma fortíðina enda hafi menningin breyst töluvert á síðustu árum. „Við eigum að læra af fortíðinni en það þýðir lítið að dæma hana. Við eigum hins vegar að reyna að virkja sem flesta til að taka þátt í að breyta."
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira