Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2018 17:15 Þegar Ngannou rotaði Overeem í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00