Ferill Rodford spannaði sex áratugi en hann var meðlimur The Kinks í 18 ár. Þá lék hann einnig með hljómsveitunum Argent og The Zombies en við andlát hans voru aðeins fáeinir dagar síðan hann kom fram með þeirri síðarnefndu í Flórída í Bandaríkjunum.
Rod Argent, stofnandi hljómsveitanna, minntist vinar síns og frænda á Facebook-síðu The Zombies.
„Jim var ekki aðeins stórkostlegur bassaleikari heldur hefur hann frá byrjun verið bundinn sögu The Zombies órjúfanlegum böndum,“ skrifaði Argent. Þá minntist Dave Davies, einn stofnenda The Kinks, Rodford einnig á Twitter-reikningi sínum.
I'm devastated Jim's sudden loss I'm too broken up to put words together it's such a shock i always thought Jim would live forever in true rock and roll fashion - strange - great friend great musician great man - he was an integral part of theKinks later years RIP #JimRodford pic.twitter.com/rL5vAuuVwp
— Dave Davies (@davedavieskinks) January 20, 2018
Hér fyrir neðan má sjá flutning The Kinks, með Rodford innanborðs, á titillagi plötunnar Low Budget sem kom út árið 1979.