"Ef kona nær árangri þá hlýtur hún að vera að sofa hjá rétta karlinum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 12:44 „Tilefnið er alvarlegt en jafnframt horfum við bjartsýn fram á veg breytinga,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttur fyrrverandi ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, á morgunverðafundi stjórnmálaflokka í morgun. „Við ræddum það í umræðu hvort við ættum að opna á umræðu um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni og reyna að halda umræðunni þar, eða hvort við ættum að fara að blanda völdum og valdamisvægi inn í þetta. Það var einróma niðurstaða eftir töluverða athugun að við gætum ekki rætt um annað án hins,“ sagði Kolbrún um MeToo umræðuhóp stjórnmálakvenna. Kolbrún var fundarstjóri á viðburðinum en flutt voru fimm erindi áður en farið var í pallborðsumræður. Að fundinum stóðu Alþýðufylkingin, Björt Framtíð, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð.Kom mörgum á óvart„Við erum öll í þessu saman að breyta menningunni sem MeToo byltingin hefur afhjúpað fyrir okkur öllum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona hópsins MeToo í skugga valdsins. Hún segir að það hafi komið mörgum á óvart hversu djúpstætt og algengt þetta er. „Það var svo dásamlegt að finna þessa samstöðu og þetta þakklæti í rauninni, fyrir að við fengum þennan vettvang,“ sagði Heiða Björg um lokaðan hóp stjórnmálakvenna, sem sendi frá sér fyrstu sameiginlegu MeToo-yfirlýsinguna, ásamt undirskriftum og nafnlausum reynslusögum. Nefndi hún að á nokkrum dögum hafi nánast allar stjórnmálakonur verið komnar inn í hópinn. „Meira að segja þær sem ekki voru á Facebook, eins og Sigríður Dúna fyrrverandi stjórnmálakona, hún bara fór á Facebook til að vera með.“ Telur hún að þó að hópurinn hefði aldrei sent neitt frá sér hefði þessi hópur samt verið stórkostlegur fyrir íslensk stjórnmál. „Það trúnaðarsamband sem myndaðist þarna inni var stórkostlegt. Það var talað út frá hjartanu og við fundum að við áttum allar þessa sameiginlegu sögu. Það skipti engu máli í hvaða flokki við vorum.“ Mikilvægt að nýta tækifæriðHeiða Björg minnti í erindi sínu á þá kröfu kvennanna að karlmenn í flokkunum myndu taka ábyrgð með konum. Einnig að flokkarnir myndu taka af festu á málinu og settu sér upp viðbragðsreglur. Það sé mikilvægt að tryggja að allar raddir heyrist í stjórnmálum og að stjórnmálin endurspegli samfélagið, að allir geti gengið inn í stjórnmálaflokka og það sé á þá hlustað. Rifjaði Heiða Björg upp það sem kom fram í sögum stjórnmálakvenna. Áreitnina, orðnotkunina, valdaójafnvægið og ofbeldið. „Við upplifum ekki að það sé talað við okkur sem jafningja.“ Heiða Björg sagði að á fundum virðist stundum ekki heyrast hvað konur segja, eins og að karl þurfi að segja það til að það heyrist. Þetta hafi komið fram í mörgum sögum. „Eins þetta, að ef kona nær árangri þá hlýtur hún að vera að sofa hjá rétta karlinum“ Heiða Björg sagði að það þyrfti að breyta samfélaginu og stjórnmálunum á Íslandi. „Nýtum tækifærið, við erum með einstakt tækifæri núna. Í kjölfar MeToo erum við búin að opna umræðuna.“Kolbrún Halldórsdóttur fyrrverandi ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, var fundarstjóri á morgunverðafundi stjórnmálaflokka í morgun.Vísir/ErnirJákvæð úrlausn áfalla er mikilvægValdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur og guðfræðingur sem hefur verið að vinna mikið með bæði þolendum og gerendum. Hún sagði í erindi sínu að það væri oft verið að ýta á mörk einstaklinga en þegar mörk einstaklinga væru rofin, eins og með ofbeldi, gerist alvarlegir hlutir. „Þeir gerast mjög hratt.“ Nefndi hún fyrst að það valdi þolendum kvíða sem geti stökkbreyst í stjórnsemi, fullkomnunaráráttu og þriðja stigs kvíða. „Eftir það fer sjálfsniðurrif í gang og svo einangrun.“ Því sé gríðarlega mikilvægt að þolendur fái jákvæða úrlausn áfalla. Getur valdið minnisleysiEf brotin eru alvarleg og viðkomandi fær ekki jákvæða úrlausn áfalls getur fylgt á eftir doði, viðkomandi missi röddina, ruglingur í hugsunum, sjálfsefi og minnisleysi. „Oft þegar verið er að biðja fólk sem hefur orðið fyrir því að mörkin þeirra eru rofin að lýsa því nákvæmlega hvað gerðist, þá eiginlega getum við það ekki. Vegna þess að það verður svo mikið minnisleysi og við ruglum svolítið mikið saman og brotin eru lengi að koma til okkar. Þannig að það er mikilvægt að við séum að fá tíma og við séum ekki dregin í efa þó að við getum ekki sagt allt mjög skýrt, mjög hratt.“ Valdís segir að þegar einstaklingur fari yfir mörk hjá einhverjum þá verði til svokallað samband geranda og þolanda, samband sem sé mjög flókið. „Það skýrir sig mjög illa því það fyrsta sem gerist er að maður vill eiginlega þjónusta manneskjuna sem að fer yfir mörkin manns, vegna þess að manni líður dálítið eins og hún hafi tekið völdin manns eða tekið máttinn manns frá manni. Manni er svolítið í mun að hún samþykki mann.“ Því sé oft erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að sjá að farið hafi verið yfir einhver mörk.Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingurVísir/PjeturHvað getum við gert?„Eina leiðin til að opna þessa umræðu er með frásögnum af upplifun þeirra sem hafa lent í,“ sagði Salvör Nordal umboðsmaður barna. Salvör hefur mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins og ræddi það í sínu erindi. „Við þurfum að tryggja rétt einstaklinga fyrir lögum en svo komum við alltaf að einhverju sviði sem lögin ná ekki yfir og við getum ekki tryggt alveg með einhverjum skírum lögum. Þá er spurningin, hvað getum við þá gert?“ Í daglegum samskiptum þurfi líka að tryggja friðhelgi einkalífsins og því hafi verið komið á ákveðnum samskiptareglum, sem eru ekkert endilega orðaðar. Með óskrifuðum reglum og kurteisi er undirstaðan nærgætni, tillit og virðing. „Svo bætist auðvitað við, þegar við erum að tala um kynbundna áreitni og kynferðisofbeldi, valdastaða geranda. Svo bætist enn einn veruleiki ógn við friðhelgið og það er samskiptamiðlar og tæknin. Gerir það að verkum að oft á fólk erfitt með að átta sig á hvar þessi mörk liggja, hvað raunverulega þessi friðhelgi er hjá einstaklingnum. Af því að þú sérð hana ekki, þú ert ekki í návígi við hana.“Salvör NordalFréttablaðið/GVAFrásagnir íþróttakvenna sláandiSalvör segir að ákveðna hluti þurfi að kenna í uppeldi og allir eigi að læra í öllum samskiptum í skóla og félagasamtökum snemma á ævinni. Vildi hún líka koma inn á málefni barna þegar kemur að MeToo umræðunni. „Þar hefur náttúrulega verið mest sláandi frásagnir íþróttakvenna og þær eru auðvitað að koma úr félagasamtökum þar sem ekki hafa verið leiðir fyrir ungar stúlkur að segja sína sögu. Það hefur ekki verið neinn farvegur fyrir þær að segja frá. Hafi þær sagt frá, hefur það verið þaggað niður. Jafnvel hafa verið augljós merki sem þær hafa borið með sér, að eitthvað væri að, ekki verið tekin alvarlega og jafnvel litin jákvæðum augum.“ Minnti hún á að einkenni marga frásagna tengdum MeToo sé að konur eigi bara að vera ánægðar með þetta, eins og til dæmis að þyngdartapið sem fylgir oft í kjölfarið. „Það væri þá allavega eitthvað jákvætt sem kæmi út úr þessu. Svo erum við líka að sjá, og það er ekki síður alvarlegt, að það er ofbeldismál sem fara alla leið í gegnum dómskerfið en eftir sem áður er þolandinn, og í nýlegri frásögn barnung stúlka, eftir sem áður dæmd og fær ekki samfélagslegan stuðning.“ Salvör benti á að málin séu allt frá hversdagslegum samskiptum upp í alvarleg ofbeldisbrot og því þurfi að gefa stuðning, allt frá einstaklingum upp í samfélagið allt. „Við þurfum öll að vera með, við þurfum öll að takast á við þetta,“ sagði Salvör að lokum.Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Tengdar fréttir Allir flokkar koma saman vegna #metoo Allir stjórnmálaflokkarnir hafa tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Efni fundarins er umræða í kringum #metoo. 22. janúar 2018 06:00 Ekki vænlegt að leysa MeToo umræðuna með skotgrafahernaði Gestur Pálmason markþjálfi og fyrrum lögreglumaður er einn þeirra sem stendur á bakvið #égertil Facebook hópinn. 22. janúar 2018 10:11 Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
„Tilefnið er alvarlegt en jafnframt horfum við bjartsýn fram á veg breytinga,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttur fyrrverandi ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, á morgunverðafundi stjórnmálaflokka í morgun. „Við ræddum það í umræðu hvort við ættum að opna á umræðu um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni og reyna að halda umræðunni þar, eða hvort við ættum að fara að blanda völdum og valdamisvægi inn í þetta. Það var einróma niðurstaða eftir töluverða athugun að við gætum ekki rætt um annað án hins,“ sagði Kolbrún um MeToo umræðuhóp stjórnmálakvenna. Kolbrún var fundarstjóri á viðburðinum en flutt voru fimm erindi áður en farið var í pallborðsumræður. Að fundinum stóðu Alþýðufylkingin, Björt Framtíð, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð.Kom mörgum á óvart„Við erum öll í þessu saman að breyta menningunni sem MeToo byltingin hefur afhjúpað fyrir okkur öllum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona hópsins MeToo í skugga valdsins. Hún segir að það hafi komið mörgum á óvart hversu djúpstætt og algengt þetta er. „Það var svo dásamlegt að finna þessa samstöðu og þetta þakklæti í rauninni, fyrir að við fengum þennan vettvang,“ sagði Heiða Björg um lokaðan hóp stjórnmálakvenna, sem sendi frá sér fyrstu sameiginlegu MeToo-yfirlýsinguna, ásamt undirskriftum og nafnlausum reynslusögum. Nefndi hún að á nokkrum dögum hafi nánast allar stjórnmálakonur verið komnar inn í hópinn. „Meira að segja þær sem ekki voru á Facebook, eins og Sigríður Dúna fyrrverandi stjórnmálakona, hún bara fór á Facebook til að vera með.“ Telur hún að þó að hópurinn hefði aldrei sent neitt frá sér hefði þessi hópur samt verið stórkostlegur fyrir íslensk stjórnmál. „Það trúnaðarsamband sem myndaðist þarna inni var stórkostlegt. Það var talað út frá hjartanu og við fundum að við áttum allar þessa sameiginlegu sögu. Það skipti engu máli í hvaða flokki við vorum.“ Mikilvægt að nýta tækifæriðHeiða Björg minnti í erindi sínu á þá kröfu kvennanna að karlmenn í flokkunum myndu taka ábyrgð með konum. Einnig að flokkarnir myndu taka af festu á málinu og settu sér upp viðbragðsreglur. Það sé mikilvægt að tryggja að allar raddir heyrist í stjórnmálum og að stjórnmálin endurspegli samfélagið, að allir geti gengið inn í stjórnmálaflokka og það sé á þá hlustað. Rifjaði Heiða Björg upp það sem kom fram í sögum stjórnmálakvenna. Áreitnina, orðnotkunina, valdaójafnvægið og ofbeldið. „Við upplifum ekki að það sé talað við okkur sem jafningja.“ Heiða Björg sagði að á fundum virðist stundum ekki heyrast hvað konur segja, eins og að karl þurfi að segja það til að það heyrist. Þetta hafi komið fram í mörgum sögum. „Eins þetta, að ef kona nær árangri þá hlýtur hún að vera að sofa hjá rétta karlinum“ Heiða Björg sagði að það þyrfti að breyta samfélaginu og stjórnmálunum á Íslandi. „Nýtum tækifærið, við erum með einstakt tækifæri núna. Í kjölfar MeToo erum við búin að opna umræðuna.“Kolbrún Halldórsdóttur fyrrverandi ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, var fundarstjóri á morgunverðafundi stjórnmálaflokka í morgun.Vísir/ErnirJákvæð úrlausn áfalla er mikilvægValdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur og guðfræðingur sem hefur verið að vinna mikið með bæði þolendum og gerendum. Hún sagði í erindi sínu að það væri oft verið að ýta á mörk einstaklinga en þegar mörk einstaklinga væru rofin, eins og með ofbeldi, gerist alvarlegir hlutir. „Þeir gerast mjög hratt.“ Nefndi hún fyrst að það valdi þolendum kvíða sem geti stökkbreyst í stjórnsemi, fullkomnunaráráttu og þriðja stigs kvíða. „Eftir það fer sjálfsniðurrif í gang og svo einangrun.“ Því sé gríðarlega mikilvægt að þolendur fái jákvæða úrlausn áfalla. Getur valdið minnisleysiEf brotin eru alvarleg og viðkomandi fær ekki jákvæða úrlausn áfalls getur fylgt á eftir doði, viðkomandi missi röddina, ruglingur í hugsunum, sjálfsefi og minnisleysi. „Oft þegar verið er að biðja fólk sem hefur orðið fyrir því að mörkin þeirra eru rofin að lýsa því nákvæmlega hvað gerðist, þá eiginlega getum við það ekki. Vegna þess að það verður svo mikið minnisleysi og við ruglum svolítið mikið saman og brotin eru lengi að koma til okkar. Þannig að það er mikilvægt að við séum að fá tíma og við séum ekki dregin í efa þó að við getum ekki sagt allt mjög skýrt, mjög hratt.“ Valdís segir að þegar einstaklingur fari yfir mörk hjá einhverjum þá verði til svokallað samband geranda og þolanda, samband sem sé mjög flókið. „Það skýrir sig mjög illa því það fyrsta sem gerist er að maður vill eiginlega þjónusta manneskjuna sem að fer yfir mörkin manns, vegna þess að manni líður dálítið eins og hún hafi tekið völdin manns eða tekið máttinn manns frá manni. Manni er svolítið í mun að hún samþykki mann.“ Því sé oft erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að sjá að farið hafi verið yfir einhver mörk.Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingurVísir/PjeturHvað getum við gert?„Eina leiðin til að opna þessa umræðu er með frásögnum af upplifun þeirra sem hafa lent í,“ sagði Salvör Nordal umboðsmaður barna. Salvör hefur mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins og ræddi það í sínu erindi. „Við þurfum að tryggja rétt einstaklinga fyrir lögum en svo komum við alltaf að einhverju sviði sem lögin ná ekki yfir og við getum ekki tryggt alveg með einhverjum skírum lögum. Þá er spurningin, hvað getum við þá gert?“ Í daglegum samskiptum þurfi líka að tryggja friðhelgi einkalífsins og því hafi verið komið á ákveðnum samskiptareglum, sem eru ekkert endilega orðaðar. Með óskrifuðum reglum og kurteisi er undirstaðan nærgætni, tillit og virðing. „Svo bætist auðvitað við, þegar við erum að tala um kynbundna áreitni og kynferðisofbeldi, valdastaða geranda. Svo bætist enn einn veruleiki ógn við friðhelgið og það er samskiptamiðlar og tæknin. Gerir það að verkum að oft á fólk erfitt með að átta sig á hvar þessi mörk liggja, hvað raunverulega þessi friðhelgi er hjá einstaklingnum. Af því að þú sérð hana ekki, þú ert ekki í návígi við hana.“Salvör NordalFréttablaðið/GVAFrásagnir íþróttakvenna sláandiSalvör segir að ákveðna hluti þurfi að kenna í uppeldi og allir eigi að læra í öllum samskiptum í skóla og félagasamtökum snemma á ævinni. Vildi hún líka koma inn á málefni barna þegar kemur að MeToo umræðunni. „Þar hefur náttúrulega verið mest sláandi frásagnir íþróttakvenna og þær eru auðvitað að koma úr félagasamtökum þar sem ekki hafa verið leiðir fyrir ungar stúlkur að segja sína sögu. Það hefur ekki verið neinn farvegur fyrir þær að segja frá. Hafi þær sagt frá, hefur það verið þaggað niður. Jafnvel hafa verið augljós merki sem þær hafa borið með sér, að eitthvað væri að, ekki verið tekin alvarlega og jafnvel litin jákvæðum augum.“ Minnti hún á að einkenni marga frásagna tengdum MeToo sé að konur eigi bara að vera ánægðar með þetta, eins og til dæmis að þyngdartapið sem fylgir oft í kjölfarið. „Það væri þá allavega eitthvað jákvætt sem kæmi út úr þessu. Svo erum við líka að sjá, og það er ekki síður alvarlegt, að það er ofbeldismál sem fara alla leið í gegnum dómskerfið en eftir sem áður er þolandinn, og í nýlegri frásögn barnung stúlka, eftir sem áður dæmd og fær ekki samfélagslegan stuðning.“ Salvör benti á að málin séu allt frá hversdagslegum samskiptum upp í alvarleg ofbeldisbrot og því þurfi að gefa stuðning, allt frá einstaklingum upp í samfélagið allt. „Við þurfum öll að vera með, við þurfum öll að takast á við þetta,“ sagði Salvör að lokum.Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Tengdar fréttir Allir flokkar koma saman vegna #metoo Allir stjórnmálaflokkarnir hafa tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Efni fundarins er umræða í kringum #metoo. 22. janúar 2018 06:00 Ekki vænlegt að leysa MeToo umræðuna með skotgrafahernaði Gestur Pálmason markþjálfi og fyrrum lögreglumaður er einn þeirra sem stendur á bakvið #égertil Facebook hópinn. 22. janúar 2018 10:11 Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Allir flokkar koma saman vegna #metoo Allir stjórnmálaflokkarnir hafa tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Efni fundarins er umræða í kringum #metoo. 22. janúar 2018 06:00
Ekki vænlegt að leysa MeToo umræðuna með skotgrafahernaði Gestur Pálmason markþjálfi og fyrrum lögreglumaður er einn þeirra sem stendur á bakvið #égertil Facebook hópinn. 22. janúar 2018 10:11
Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00