Ætla að verja gagnasendingar með lykilorði eftir Söngvakeppnisleka Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 16:40 Daði Freyr hafnaði í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. vísir/andri marínó Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí. Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Síðastliðið föstudagskvöld stóð til að svipta hulunni af lögunum og flytjendum sem taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Einhverjum klukkutímum fyrir útsendinguna höfðu þó heiti laganna og nöfn flytjenda verið birt á erlendum vefsíðum. Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi á föstudag að RÚV ætlaði sér að rannsaka hvernig listinn yfir lög og flytjendur gat lekið út. Strax hafði vaknað sá grunur að einhver hefði komist í tölvupóstsamskipti þeirra sem sjá um skipulagningu Söngvakeppninnar. Um var að ræða tengla á Dropbox-vefhýsingu þar sem upplýsingarnar voru geymdar. Listanum yfir lög og flytjendum var ekki einungis lekið heldur hafði einhver sett nokkur laganna inn á vef YouTube, en RÚV lét taka þau út skömmu síðar. Birna sagði listann fyrst hafa birst á rússneskum samfélagsmiðli og þess vegna vaknaði sá grunur að erlendur aðili bæri ábyrgð á lekanum og hann hefði mögulega komist í tölvupóstsamskiptin. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest en Birna Ósk segir í samtali við Vísi í dag að vefkerfi Ríkisútvarpsins sé óhult og enginn hafi komist inn á það. Ef skipst verður frekar á gögnum í gegnum deilisíður á borð við Dropbox þá verða þau varin með lykilorði svo þetta endurtaki sig ekki, en gögnin sem láku út voru óvarin. „Skiptigögnin voru ekki nógu vel varin hjá okkur. Það eru mistök og einhver komst inn í það. Það eru ekki góð vinnubrögð og við þurfum að laga það,“ segir Birna. Hún sagði að sem betur fer hafi ekki verið um trúnaðargögn að ræða sem einhver gat beðið skaða af. Birna segist þó einnig sjá málið í því ljósi að áhuginn erlendis frá á Söngvakeppninni sé það mikill að einhver sé reiðubúinn að leggja þetta á sig til að komast yfir lögin sem verða í keppninni í ár. Fyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppnin fer fram 10. og 17. febrúar í Háskólabíó þar sem þrjú lög komast áfram í úrslitin sem fara fram 3. mars í Laugardalshöll. Sigurvegarinn verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Portúgal í maí.
Eurovision Tengdar fréttir Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15 RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Þessi taka þátt í Söngvakeppninni 2018 Einvala lið listamanna tekur þátt í söngvakeppninni 2018. 19. janúar 2018 20:15
RÚV rannsakar leka sem tengist Söngvakeppninni Grunur um að einhver hafi komist í tölvupóstsendingar. 19. janúar 2018 18:27