Ekki hægt að leggja ofurskatta á grein í uppbyggingu Aron Ingi Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Sjá meira
Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00