Hvetja konur til að klæðast svörtu 31. janúar: „Við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2018 12:15 Fyrirmyndin kemur að utan en konur vöktu athygli fyrir samstöðu sína á Golden Globe verðlaununum í janúar. Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“ MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvetur allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu miðvikudaginn 31. janúar til að sýna samstöðu og krefjast þess að breytingar verði í kjölfar MeToo byltingarinnar. „Auðvitað verð ég að viðurkenna að fyrirmyndin kemur að utan þar sem konur sýndu samstöðu með áberandi hætti á Golden Globe,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA. Athygli vakti þegar mikill meirihluti gesta var svartklæddur á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun janúar. Þann 31 janúar fer fram viðurkenningarhátíð FKA og vill félagið tileinka daginn MeToo. „Við stöndum í byltingu sem kemur okkur öllum við, segir Rakel. „Það konur klæðist svörtu, allar sem ein, bæði sýnir stuðninginn sem við konurnar sýnum hvor annarri og byltingunni sjálfri, en líka kannski undirstrikar gagnvart samfélaginu hvað ákallið er í raun mikið og alvarlegt um að hér verði í kjölfar MeToo byltingarinnar einhver varanleg breyting. Me Too er ekki bóla.“Yfirvöld og hreyfiöfl verði að grípa boltann Rakel segir að síðustu vikur hafi samfélagið í heild verið að móttaka upplýsingar og átta sig á því hversu víðfeðm kynferðisleg áreitni og valdbeiting er og hefur verið um ára bil. Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Visir/Anton„Við virðumst vera sammála um að þetta er eitthvað sem við ætlum að uppræta og ég held að það muni í rauninni sjást mjög vel á þessum degi, ef við sem flestar konur á íslandi klæðumst svörtu þá á það ekki að fara á milli mála, að við ætlumst til þess að það verði breytingar.“ Aðspurð um hvað taki við eftir að konur hafi stigið fram með sögur af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi segir Rakel að hagsmunaöfl, vinnuveitendur og stjórnvöld verði að grípa boltann á lofti með hugmyndir um hvernig megi uppræta áreitni og ofbeldi. „Síðan þurfum við að lista upp nýjar leikreglur í rauninni og gera þær skiljanlegar öllum þannig að allt sem heitir kynferðisleg áreitni eða valdbeiting gagnvart öðru kyninu sé bara eitthvað sem heyri sögunni til.“MeToo rætt á öllum stjórnarfundum Hún segir stjórn FKA taka MeToo mjög alvarlega og að þar verði MeToo byltingin fastur liður á dagskrá stjórnarfunda út árið. „Svo við séum að halda okkur við, alltaf að velta upp þeirri spurningu hvort samfélagið sé að fylgja eftir byltingunni, er verið að gera nóg? vantar eitthvað upp á?“ segir Rakel. „Á þessu ári 2018 þá má segja að þessi dagur, 31. janúar, er fyrsti liðurinn í því að við sem þetta fjölmenna hreyfiafl munum sýna að við ætlum að fylgja MeToo eftir af fullu afli.“
MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira