Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 13:57 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28