Langtímamarkmið Arion að koma verksmiðju United Silicon í framtíðareigu Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2018 14:28 Engin starfsemi verður í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafa verið uppfyllt. Vísir/Anton Brink Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar. United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Afstaða Arion banka gagnvart United Silicon er sú að málefni fyrirtækisins séu í höndum skiptastjóra og mun bankinn óska eftir því við skiptastjóra að ganga að veðum sínum. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans, í samtali við Vísi. Stjórn United Silicon sendi í gær beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti kísilversins. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í ágúst í fyrra en hún rann út í gær. Var ákvörðunin tekin eftir að Umhverfisstofnun gerði kröfu um að rekstur verksmiðjunnar hæfist ekki á ný fyrr en eftir viðamiklar framkvæmdir sem gætu tekið vel á annað ár. Tilkynning barst frá United Silicon í gær þar sem kom fram að mat sérfræðinga gerði ráð fyrir að 25 milljónir evra þyrfti til að verksmiðjan teldist fullkláruð. Þessar framkvæmdir við úrbætur á verksmiðjunni gætu tekið vel á annað ár. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en Arion banki er með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Bankinn átti um 67 prósent í kísilverinu þegar félagið var sett í þrot. Haraldur segir langtímamarkmið bankans að koma verksmiðjunni í framtíðareigu aðila sem eru sérfróðir í þessum iðnaði og kunna til verka þannig að vel verði staðið að málum í framtíðinni. „Fram að því er markmið okkar að vinna að því að koma verksmiðjunni í starf- og söluhæft form í tak við úrskurð Umhverfisstofnunar og það getur tekið umtalsverðan tíma,“ segir Haraldur og bendir á að það gæti þurft nýtt umhverfismat. Slíkt ferli getur tekið vel á annað ár, jafnvel um átján mánuði. Haraldur segir að engin starfsemi verði í verksmiðjunni fyrr en skilyrði Umhverfisstofnunar hafi verið uppfyllt og leyfi fæst að nýju, en ítrekar að nú séu málefni félagsins í höndum skiptastjóra. Um 56 starfa í kísilverinu en í Fréttablaðinu í dag kom fram að starfsfólk United Silicon fékk greidd laun sem það átti inni fyrir vinnu í janúar áður en beiðni um heimild um gjaldþrotaskipti kísilversins var send héraðsdómara í gær. Kom jafnframt fram í Fréttablaðinu að ákvörðun um störfin 56 sé í höndum nýskipaðs skiptastjóra félagsins, hæstaréttarlögmannsins Geirs Gestssonar.
United Silicon Tengdar fréttir Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13 Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30 Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Stjórn United Silicon óskar eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu Stjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. 22. janúar 2018 16:13
Hvetja starfsfólk kísilverksmiðjunnar til að mæta á morgun þrátt fyrir gjaldþrot Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík er gjaldþrota. Um sextíu starfsmenn missa vinnuna og tap fjárfesta er gríðarlegt. Ekki er ljóst hvort starfsemi verði á svæðinu í framtíðinni. 22. janúar 2018 20:30
Starfsfólkið fékk borgað áður en United Silicon fór í þrot Kísilver United Silicon er gjaldþrota og stærsti kröfuhafinn, Arion banki, mun ganga að veðum sínum. Greiddu starfsfólki fyrir vinnu í janúar en næstu skref eru í höndum skiptastjóra. 23. janúar 2018 06:00