Chanel bauð gestum í blómagarð í þessari hátískusýningu sem tónaði vel við pasteliti sýningarinnar. Ökklastígvél með lágum hæl, kjólar með bróderingum og svo þessi glæsilegi silfursamfestingur. Það væri gaman að sjá hann á rauða dreglinum í bráð.
Við munum örugglega sjá meira af Kaiu Gerber á næstu vikum þar sem tískuvikurnar eru nú að rúlla af stað.




